Það sprakk á bílnum hjá mér um daginn, dekkið ónýtt enda búið að vera slappt lengi. Ég tjakka bílinn upp, hendi varadekkinu undir og ákveð að keyra bílinn bara beint í Fellsmúla á N1 og skilja hann eftir þar enda vafasamt að keyra um á svona varadekki þegar ísing er á vegum bæjarins (þetta var á sunnudagskvöldi). Á mánudagsmorgni hringi ég í Fellsmúla og segi að ég eigi bílinn þarna fyrir utan og segi að ég þurfi nýtt/notað dekk etc.
Til að gera langa sögu stutta þá taka þeir finna þeir mjög vel farið vetradekk á mánudeginum og láta senda það til sín frá einhverjum tengilið, henda því undir í lok dags, geyma hann inni yfir nóttina og ég sæki hann þriðjudagsmorguninn eftir og borga 8 þús fyrir alla þjónustuna. Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður með viðskiptin, enda næstum búinn að fjárfesta í notuðu dekki sjálfur á meiri pening

.
Ég þurfti basically ekki að gera neitt (ágætt að sleppa t.d. við bland.is vafrið eftir nýju dekki), þeir meira að segja gengu frá varadekkinu snyrtilega og tjakknum og öllu því tengdu. Þetta var algjörlega TOP notch og því finnst mér þeir eiga hrós skilið.

Það var svona næstum því að hann hefði boðið mér að skutla bílnum til mín!
