bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 15:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 18. Nov 2012 14:06 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 03. Jan 2007 03:52
Posts: 411
Location: Reykjavík
Jæja þá er veturinn byrjaður og tími til komin að verja lakkið fyrir saltinu sem að flæðir um götur bæjarinns.

Ég er að byrja að taka að mér bíla í þvott og bón. Hef mikkla reynslu á öllu viðhaldi sem kemur bílum við. Á þessum 6 árum sem ég hef haft bílpróf hef ég átt slatta af
flottum bílum og hef hugsað um þá alla eins og gull, alltaf glansandi hreinir og stífbónaðir. Það er ekkert leiðinlegra en að keyra um á haug skítugum bíl allan veturinn vegna
skorts á aðstöðu eða tíma tilsað dekra smá við bílinn. Ég nota aðeins Hágæðavörur frá Mothers fyrir utan sápuna sem er frá Concept og er hágæða bón sápa sem skilur
eftir flottan glans á lakkinu. Ég nota aðeins svamp á bílana tilsað hindra að örrispur myndist.


Þjónustulýsing

Alþrif: Tjöruþvottur og þurrkun, hágæða Carnuba bón frá Mothers, hreinsuð föls, mælaborð og annar vinill hreinsaður að innan, rúður þrifnar innan og utan, teppi
og sæti ryksuguð, koppar eða felgur sýruþvegnar, mottur þvegnar, rusli er hent og öskubakki tæmdur. Ef um jeppa er að ræða er varadekk að auki tekið af, það þvegið og
bónað er undir því. Varadekkshlíf hreinsuð eða bónuð, krómfelgur bónaðar en álfelgur sýruþvegnar.

Þrif að innan: Föls eru hreinsuð, mælaborð og annar vinill hreinsaður, rúður hreinsaðar, teppi og sæti ryksuguð, mottur þvegnar, rusli er hent og öskubakki tæmdur.

Þrif að utan og bón: Tjöruþvottur og þurrkun, hágæða Carnuba bón frá Mothers, hreinsuð föls, rúður þrifnar, koppar eða felgur sýruþvegnar. Ef um jeppa er að ræða er
varadekk tekið af, það þvegið og bónað er undir því. Varadekkshlíf hreinsuð eða bónuð, krómfelgur bónaðar en álfelgur sýruþvegnar.

Tjöruþvottur: Tjöruleysir er borinn á bílinn og hann háþrýstiþveginn. Tjöruþvegin dekk ef óskað er. Síðan er hann sápuþveginn með mjúkum svampi. Loks er hann þurrkaður.

Vélarþvottur: Vélin þarf að kólna fyrir meðferð. Dælt er yfir hana tjöruleysi og síðan háþrýstiþvegin.

Ryksugun: Ryksuguð eru teppi og sæti, ásamt skotti og hillu ef hún er til staðar.

Lítill Fólksbíll Stór Fólksbíll Lítill Jeppi Stór Jeppi

Alþrif Kr. 8.500,- Kr. 9.500,- Kr. 10.900,- Kr. 11.900,-
Þrif að innan Kr. 4.000,- Kr. 4.500,- Kr. 5.500,- Kr. 7.000,-
Þvottur utan og bón Kr. 6.000,- Kr. 6.500,- Kr. 7.500,- Kr. 8.500,-
Tjöruþvottur Kr. 2.500,- Kr. 2.500,- Kr. 3.000,- Kr. 3.500,-
Vélarþvottur Kr. 2.500,- Kr. 2.500,- Kr. 3.500,- Kr. 3.500,-
Ryksugun Kr. 2.000,- Kr. 2.500,- Kr. 3.000,- Kr. 3.500,-
Aukagj. fyrir mjög skítuga bíla Kr. 1.000,- Kr. 1.000,- Kr. 1.500,- Kr. 1.500,-
Leðurhreinsun og næring Kr. 4.500,- Kr. 5.500,- Kr. 6.000,- Kr. 6.500,-



Tímabókanir í síma 779-0906 eða í einkaskilaboðum.

Guðný M

Image

_________________
BMW M5 E39 '99

BMW E-60 550 M '06 Seldur
BMW E-39 M5 '99 Ónýtur
BMW E-39 540 M '01 Seldur
Bmw E-39 540 '97 Seldur
Bmw E-36 325i '94 Seldur
Bmw E-46 325 '02 Seldur
BMW E-36 323 '95 Seldur
BMW E-60 523 '06 Seldur


Last edited by bmw 540 on Mon 19. Nov 2012 17:32, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 19. Nov 2012 17:31 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 03. Jan 2007 03:52
Posts: 411
Location: Reykjavík
Nýþrifnir og glansandi ;)
Image

_________________
BMW M5 E39 '99

BMW E-60 550 M '06 Seldur
BMW E-39 M5 '99 Ónýtur
BMW E-39 540 M '01 Seldur
Bmw E-39 540 '97 Seldur
Bmw E-36 325i '94 Seldur
Bmw E-46 325 '02 Seldur
BMW E-36 323 '95 Seldur
BMW E-60 523 '06 Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group