Spurningin er... er ekkert fyrirtæki hérna heima sem tekur þetta að sér eða sérhæfir sig í svona smálakkviðgerðum ?
Hef spurst til á nokkrum sprautu verkstæðum og ég fæ alltaf sama svar: Respay, respray og respray !
Mig langar ekki að láta respraya allt afturbrettið því það eru 2 hvítir punktar í svarta lakkinu hjá mér

Ég er búinn að skoða óteljandi marga þræði og pósta á detailingworld.co.uk og þetta virðist vera frekar auðvelt og
hægt er að fylla uppí 90-95% af rispum og grjótbarning með réttum aðferðum.
Ég myndi sennilega leggjast í að gera þetta sjálfur en ég er bara ekki með aðstöðu þar sem þetta þarf að vinnast innandyra.