Sælir,
Þegar ég segi detailing vörur, þá er ég aðt ala um sérhæfðari vörur á borð við snow-foam froðu, APC, ofur-tjöruhreinsa o.s.frv. Dót sem þú færð yfirleitt ekki á bensínstöðvunum. Bónhommadót.
Ólafur hjá Glitrandi er með Dodo Juice sem er með flottar bónvörur á góðu verði m.v. gæði. Bón, sápur, hanskar og klútar. Eðal dót, fátt sem toppar þetta. Síða -
DodoJuice.isMálningarvörur eru með vörur frá Concept og Meguiars. Síða (ekki mikið að sjá þar) -
MálningarvörurHöfðabílar hafa verið að selja Mothers og 1z í nokkru magni. Mikið gott hægt að fá þar. Síða -
Mothers.isBílabúð Benna hefur víst verið að selja vörur frá Zymöl (eftir því sem ég best veit). Gæða dót, en mikið þar er frekar dýrt. Ekkert að sjá á síðunni þeirra -
Benni.isEru einhverjir aðrir hér heima sem þið vitið um og getið mælt með? Er sjálfur búinn að vera að leita eftir snow-foam mixtúru og góðum felguhreinsi sem er með gott pH stig (eins og
IronX).