Fatandre wrote:
Þrátt fyrir það er þetta engan veginn í lagi. Það er verið að skerða rétt einstaklingsins.
Sjálfur hef ég ekkert kannað þetta frekar en þetta er verulega óheiðarlegt ef það er verið að taka þann rétt af öllum að geta farið út á eigin bifreið og verið trygður. Aftur á móti mættu þeir neita þeim sem eru með bílasamning á sínum bíl um að fá tryggingu.
Þó að þú vitir eithvað fyrir víst er það ekki réttlátt. Þú ert enginn almáttugur

Svona svipað lítilmáttlegur og þú bara ... það er enginn almáttugur hér.
En að segja að þetta sé óheiðarlegt og skerðing á rétt einstaklingsins, því get ég ekki verið sammála. Það eru engin réttindi þín sem tryggingataka að kaskótrygging gildi hvar sem er. Ég er líka viss um að þú getur keypt þér kaskótryggingu sem dugir ef þú vilt fara með bílinn þinn erlendis

Það er hægt að kaupa tryggingu fyrir öllu, iðgjaldið ræðst bara af áhættunni.
Ég myndi frekar segja að það væri verið að tryggja rétt okkar allra með því að búið er að stoppa upp í þetta gat. Nógu há eru nú iðgjöldin hér á klakanum þó svo að við séum ekki að borga aukalega til að dekka kaskótryggingu erlendis með venjulegri kaskótryggingu.
En þetta er alveg rétt sem Sveinbjörn er að segja, þetta er komið til vegna svika og pretta Jóns Jónssonar, ef ekki væri fyrir óheiðarleika fólks þá hefði aldrei þurft að gera þetta.