Þessi regla er alls ekki algild en virkar samt sem áður mjög oft, og það er oft alls ekki nóg að tjakka upp og beygja og snúa nema hann sé þeim mun verr farinn því það þarf mjög oft átak svo að smellurinn komi.
Eina sem hægt er að gera er að reyna að hlusta þetta vel með að láta einhvern keyra í hringi og labba með bílnum sitthvoru meginn og reyna að heyra það þannig, eða það er það sem ég geri oftast.
Og það er ekkert mál að skipta um krossinn sjálfan enn ef þú hefur aldrei rifið hásingu borgar sig að skoða diy á netinu eða fá einhvern með þér í lið við það. þetta er allt annað en bmw það er nokkuð víst.
Enn ef þetta kemur bara í beygjum þá er þetta ekki drifið þar sem ég efast um að þetta sé mismunadrifið sem er brotið í orginal bíl nema þú hafir verið mikið að reyna að taka burnout í 4wd

_________________
Sævar M
Stoltur meðlimur í TURBO-CREW
Toyota Avensis 2004
Jeep Willys 383 torfærutæki
KFX450R heavy modded
