bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 21:44

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 20. Jun 2011 04:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Sælir!

Er staddur í USA og er búinn að sjá vægast sagt ótrúlega hluti hérna úti - hvort sem það er úti á götu eða á safni. Búinn að vera nokkuð duglegur að mynda flest áhugavert sem ég sé hérna og ætla að byrja á að henda inn C/P af ultimate þræðinum. Mest af þessu er tekið í Kennedy Space Center í austur-Flórída, en það er þar sem þeir hafa verið að skjóta upp geimflaugum síðustu áratugina, m.a. öllum Apollo/Saturn V förunum og svo geimskutlum. Nú 8. júlí næstkomandi verður síðustu geimskutlunni, Atlantis, skotið upp og táknar það lok á gífurlegum kafla í geimferðasögu Bandaríkjanna.

Þið sem hafið engan áhuga á geimflaugum, þá verður eitthvað af bílum og öðru hérna líka - ég lofa! :mrgreen:

--

smamar wrote:
SteiniDJ wrote:
Image

Myndaði þetta í gær, svalt tæki! Ekki á hverjum degi sem maður fær að sjá afganginn af Apollo 14.


Snilld, hvar er þetta? ertu í DC?


Ég var í DC í síðustu viku, er kominn til Florida núna.

Tekið í Kennedy Space Center, Apollo / Saturn V complex. Fullt af dóti þarna inni, m.a. tunglgrjót, lunar modules, geimbúningar, geimbílar og ónotuð Saturn V eldflaug með öllu viðeigandi.

Varð svo heppinn að fluginu mínu var flýtt um 24 tíma útaf verkfallinu og ég fékk því að eyða heilum degi í DC. Fór að sjá Smithsonian safnið þar í miðborginni og varð EKKI svikinn:

Image

Saturn V eldflaugamótor

Image

Kjarnorkusprengjur

Image

Tunglfar, veit ekki hvort þetta sé mockup eða einfaldlega ónotað tunglfar. Grunar það fyrra þó!

Image

1:1 Hubble. Stærri en sprengjurnar þarna.

Image

Búningurinn hans Gagarín. Kom mér á óvart að hann skuli hafa verið í USA en ekki móðurlandinu. Búningurinn hans John Glenn var hjá honum.

Image

Apollo 11 stjórnkubburinn. Sennilegast einn merkilegasti hluturinn þarna inni (að Wright flugvélinni undanskildri, sem var þarna líka), en leiðinlega komið fyrir. Mercury 7 var þarna líka og tvö önnur Apollo för, en finn ekki myndirnar af þeim. Snilldar safn samt og klukkutímarnir fljúga burt þarna. Er með mikið fleiri myndir, m.a. Predator drone og önnur stríðstæki. Nóg af geimförum, flugvélum (tveir Messerschmittar, einn Spitfire og svo P-51 í sama herbergi ásamt nefi af B-26 - gerist varla flottara). Svo voru þarna fyrstu herþoturnar, önnur þýsk og hin frá bandamönnum.

Ef þú hefur ekki komið þangað þá mæli ég með því að þú rúllir við. Ókeypis í þokkabót! :mrgreen: Á fleiri myndir af þessum stað, en vil ekki fylla þráðinn - sérstaklega ef fáir hafa áhuga. :)

Svo í Flórída er mikið af flottum bimmum. Endalaust af nýjum sjöum og svo sér maður F10 fimmur af og til.

Nokkrir svona:

Image

Og margir, margir svona:

Image

Svo í Florida fórum við á Kennedy Space Center sem var ekkert síðra þrátt fyrir að vera með heldur færri sýningarmuni.

Image

Þetta tekur á móti manni. Minnigarreitur yfir alla þá geimfara sem dáið hafa við skyldustörf.

Image

Vígalegur inngangur.

Image

Svo er þetta replica af geimskutlu. Heldur tómleg að innan, bara cargórými og svo stýriklefinn. Atlantis geimskutlan verður þó sett upp til sýnis eftir að hún klárar síðustu geimferð sína núna í júlí.

Image

Svo fer maður í rútuferð um svæðið og þú færð að sjá þetta ferlíki að utan. Þarna undirbúa þeir skutlurnar (snúa þeim upp á rönd og annað) fyrir geimskot, áður en þeim er rúllað út á skotpalla. Það eru kranar þarna inni sem geta fært hlassið um 1/50000 úr tommu - nákvæmnin er algjörlega út af kortinu.

Image

Síðan er labbað upp í útsýnishús og gengið er framhjá þessu. Þetta er mótor úr geimskutlu sem notaður var átta sinnum áður en það þurfti að skipta um. Þarna er pabbi að velta því fyrir sér hvort þetta sé sniðug viðbót fyrir E30, en er sennilegast of erfitt að flytja þetta heim.

Menn hafa nú mixað margt skringilegra ofan í húddið á E30 en þetta í gegnum tíðina.

Image

Þegar komið er upp á toppinn blasir þetta við manni. Þarna er verið að undirbúa Atlantis undir síðustu ferð sína. Þvímiður snýr hún öfugt og var ekki hægt að sjá annað en nefið á aðal boosternum.

Fékk að vita það að NASA sækir boosterana út á sjó (60 - 100 mílur frá landi) eftir geimskot. Með því spara þeir sér um 50 milljónir USD, jafnvel eftir að þeir eru teknir í gegn.

Image

Svæðið er vel varið. Vígbúnir verðir við hvert checkpoint og jafnvel brynvarðir bílar á vappi hér og þar. Ekki nóg með það, þá er votlendið í kringum svæðið stórhættulegt. Þar hanga risavaxnir krókódílar sem fá að lifa í friði frá veiðimönnum og svo baneitraðir snákar hér og þar. Þetta er þjóðgarður og yfir 500 dýrategundir sem búa þarna.

Image

Svo heldur rútan áfram. Hún fer með mann í Apollo / Saturn complex þar sem þeir sýna manni dramatískar bíómyndir um geimferðasögu bandaríkjamanna og er þetta allt mjög spennuþrungið og oft væmið. Eftir það fær maður að sjá Apollo 11 mission-control og margt annað. Svo er farið með mann í þennan risa sal þar sem þessi kaggi blasir við manni (ásamt pabba photobomber). Geimfarinn Alan Shepard átti þetta tryllitæki og er vægast sagt í mint ástandi. Fannst þó persónulega skemmtilegra að sjá tækið sem hangir þarna uppi:

Image

Ónotuð Saturn V eldflaug sem búið er að taka "í sundur". Þarna sjáum við stage 1, fyrsta eldflaugin sem fer í gang og svo tekur stage 2 við. Ómögulegt að koma þessu fyrir á einni mynd og því þurfti ég að taka um 10 myndir til þess að ná öllu. Eldflaugin er um 110 metrar að lengd og með 10 metra ummál.

Þegar þeim var skotið upp mátti enginn vera nálægt þessu. 3 mílna svæði í kringum flaugina var rýmt og ástæðan var einföld: sprengikrafturinn í þessu er talsvert meiri en í sprengjunni sem varpað var á Hiroshima. Gaman að sjá að þeim tókst að nota þetta í eitthvað friðsamlegt!

Image

Þetta hékk yfir veitingastaðnum. Svolítið fyndið að borða undir þessu.

Er með mikið fleiri myndir frá þessum stað. Tók sennilegast yfir 500 ljósmyndir þarna. Safnið sjálft er ótrúlegt, en þarna má sjá tunglbíla, fullt af geimbúningum (allt frá prótótípum til búninga sem alvöru geimfarar notuðu á tunglinu), geimgrjót, verkfæri og annað slíkt. Ekki nóg með það, heldur var Star Trek safn við útganginn. Eitthvað sem ég bjóst ekki við en hafði gaman af því að skoða það. Fékk m.a. að sjá búninginn sem Picard var í ásamt öðru skemmtilegu.

Ef einhver hér hefur áhuga á, þá skal ég uploada fleiri myndum. Þakka fyrir ef einhver hefur nennt að lesa þetta. :lol:

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 20. Jun 2011 04:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Fór á eitt merkilegasta bílasafn sem ég hef komið á (að BMW Welt undanskildu, auðvitað :)). Tók vel yfir 200 ljósmyndir þarna og er að vinna í því að ... vinna þær. Er ekki með Photoshop eða neitt slíkt og þarf ég því að treysta á takmarkaða getu iPhoto til þess að skila þeim frá mér.

Ætti að klára þetta á næstu dögum, en þangað til þá vil ég bara deila smá sneak-peak með ykkur 8) :

Image

Hugsa að þið verðið ekki í vandræðum með að fatta hvað þetta er. :lol:

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 20. Jun 2011 08:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Flottar myndir. Ég hef komið á Kennedy Space Center og þá var ein skutlan tilbúin útá palli og átti að skjóta upp eftir nokkra daga. Hefði verið gaman að sjá það en því miður var ég farinn heim þá.

Mér fannst einna flottast að sjá hvernig hitaskjöldurinn virkar, frekar magnað að geta blastað svona kubb með blow torch og síðan tekið utan um hann nánast samstundis.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 20. Jun 2011 10:30 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 17. Sep 2004 02:24
Posts: 2195
Áhugaverðar myndir :thup: Endilega koma með meira af þessu...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. Jun 2011 05:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Kull wrote:
Flottar myndir. Ég hef komið á Kennedy Space Center og þá var ein skutlan tilbúin útá palli og átti að skjóta upp eftir nokkra daga. Hefði verið gaman að sjá það en því miður var ég farinn heim þá.

Mér fannst einna flottast að sjá hvernig hitaskjöldurinn virkar, frekar magnað að geta blastað svona kubb með blow torch og síðan tekið utan um hann nánast samstundis.


Algjört rugl með þessa hitaskildi! Þeir ætla að gefa nokkra eftir að síðustu geimferjunni verður komið fyrir á safni og væri ég ekkert á móti því að eignast smá bita af þessu.

Ég kem heim 26. júní og var mjög sár þegar ég sá að þeir ætluðu að skjóta upp Atlantis þann 28. júní. Plön voru á borðinu að breyta ferðinni til þess að geta orðið vitni að skotinu en þau urðu að engu. Það var sennilegast fyrir bestu þar sem að geimskotinu hefur verið frestað fram að 8. júlí í fyrsta lagi. :lol:

Er búinn að vinna mikið af þessum myndum, en hefur verið mikið að gera hérna úti undanfarna daga. Svo er líka hundleiðinlegt að vinna á Makka og ég sé það ekki beint í hyllingum að fara í Copy / paste vinnuna sem því fylgir að setja 300 myndir á spjallborð! :mrgreen: Mig langar þó að deila með ykkur einni mynd sem ég er búinn að vinna:

Image

Það er ekkert minna. Algjörlega 100% BMW M1, fyrir utan nokkrar óverulegar skemmdir á framstuðara sem hægt er að laga fyrir smáaur. Ég fékk leyfi hjá safnverði að skoða þetta eintak í tætlur og ég hef aldrei séð annað eins (og hef þó séð nú samtals þrjá M1!).

Safnið á þennan bíl ekki, heldur vel efnaður augnskurðlæknir hér í Sarasota, sem fær að geyma bílana sína hjá þeim gegn því að þeir fái að sýna þá. Þetta samkomulag virðist ganga vel, því hann er með heilan gang af bílunum sínum. Leyfið mér að deila einum öðrum ansi skemmtilegum sem þessi læknir á:

Image

2011 Dodge Viper og einhver race-útgáfa ofan á það. Algjörlega nýr, ennþá för í rúðunni eftir límmiða og annað drasl sem nýir bílar skarta. Ég á ekki skemmtilegri mynd af bílnum en þessa og er ég svolítið búinn að sparka í sjálfan mig útaf því. Ég ætla samt að kenna hitanum um þetta, því á safninu var lágmark 35° hiti.

Þessi gangur skartaði bílum frá Saleen Mustang, Jagúar XK-E Series 1 (það eru fleiri Jagúar í þessari borg en Toyotur - eða næstum því) yfir í 1986 Alfa Romeo GTV6 sem var gjörsamlega eins og nýr. Svo er hann nýlega búinn að taka pristine E28 M5 heim til sín og kemur hann aftur á safnið von bráðar.

Ef einhver efast um hvað þeir vilja gera í framtíðinni, þá vona ég að þetta hreinsi burt allar þær efasemdir. Ég sé ekkert nema kosti við það að gerast augnskurðlæknir og stefni ég á það, ef til þess eins að eignast race BMW M1.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. Jun 2011 08:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Ég var gríðar heppinn í gamla daga að sjá geimskutlu skotið á loft þegar ég var úti

Var reyndar EKKI á Canaveralhöfða

En þetta heyrðist MJÖG vel annarstaðar frá :shock:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group