Kristjan wrote:
Þarf maður ekki að eiga heima í þessum löndum til að geta skráð bíl á sig þar?
Það er voðalega misjafnt.
Svo er líka roslalega misjafnt hvernig tryggingarnar eru, bæði verð og hvort þú þurfir að borga fyrir heilt ár eða getir samið um nokkra mánuði.
Ég veit að í sumum löndum er þetta ekkert mál, öðrum alls ekki hægt og svo geggjað vesen í enn öðrum (skylst t.d. í Canada).
Ég gerði þetta einu sinni með Pabba í USA. Þá reyndar keyptum við bílinn til að flytja út, en við máttum keyra hann í USA í 3 vikur. Þannig getur verið að við höfum verið á einhverju takmörkuðu leyfi.