Ansi góð hugmynd

Annars veit ég ekki hvort svona verkstæði séu þvinguð til að kaupa tryggingar sem dekka bifreið viðskiptavinar, þekki ekki hvernig það apparat virkar en ég veit þó að flest verkstæði eru tryggð fyrir tjóni sem verður á bifreið viðskiptavinar á meðan viðgerð eða viðhaldi stendur.
Það sem hins vegar stendur upp úr svona viðskiptum er það tjón sem verkstæðiseigandinn veldur sínu fyrirtæki með að starta afskaplega slæmri umræðu um akkúrat sitt lifibrauð. Hef aldrei getað gúdderað þá "nísku" að snuða kúnnann því að kúnninn kemur þá aldrei tilbaka og heldur ekki hans vinir, kunningjar eða fjölskylda.
Kv. Besserwisserinn