Þannig er mál með vexti að ég er að öllum líkindum að flytja til Svíþjóðar í sumar/haust og fer í könnunarferð núna um páskana. Svæðið sem um ræðir er Skánn og bærinn heitir Kristianstad. Þekkir einhver þarna til varðandi bíla og þess háttar, hvort það sé ódýrara að flytja inn frá Mekka eða kaupa í Svíþjóð? Hérna er BMW umboðið á staðnum
http://www.eriksson-mansson.bmw.se/ gætuð þið sagt mér hvernig verðin þarna standast samanburð við t.d. Þýskaland, að vísu á eftir að reikna tolla og svoleiðis í dæmið, man ekki hversu háir þeir eru. Og hvernig er með dísel þarna eru lægri skattar á þeim? Er nefnilega alvarlega að spá þá í að fá mér 3-34 dísel

. Ein spurning að lokum vitið þið um einhverja BMW klúbba á svæðinu?
_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--