Í nýjasta EVO tímaritinu reyna blaðamenn að velja besta akstursbíl síðasta áratugs. Blaðamenn EVO tilnefna 10 bíla og eru þeir m.a. Renault Clio Williams , Subaru Impreza turbo P1, Lotus Elise, Ferrari 550, Porsche 911 Carrera?, Pagani Zonda og fleiri.
Þeir fóru með þessa bíla til Wales til að prófa þá við alvöru aðstæður, krappar beygjur og þröngir vegir til að reyna á aksturseiginleika bílana. Skemmst er frá þessu að segja að þeir lofa Renault Clio Williams. Blaðamönnum þótti Clioinn veita mestu akstursánægjuna. Það er vel af sér vikið af 10 ára gömlum bíl að keppa við bíla sem kosta sumir hverjir tugir milljóna.
Ég verð bara að segja eins og er, ég er alveg svakalega skotinn í þessum bíl. Ég væri alveg til í einn svona, nákvæmlega ens og á myndinni hér að neðan. Alveg óbreyttur, bara verst að þessir bílar eru andskoti dýrir.
Frábær akstursbíll og sýnir enn og aftur að kraftur og glamúr er langt í frá það sem skiptir máli fyrir pjúra aksturseiginleika. Ég veit að nokkrir hér á spjallinu eru sammála mér með þessa bíla, a.m.k. eru þeir Bebecar og Svezel.
