Ég leyfði kvenmanni að keyra
En í fullri alvöru þá var grenjandi rigning og vel djúp hjólförin þarna.
Vorum stopp á rauðu ljósi þarna stutt frá og þegar við síðan erum
að nálgast Olís þá flýtur bíllinn í hjólföronum og fer síðan í poll
sem veldur því að bíllinn fer tæplega hálfan hring og skellur með
frambretti/hurð á byrjun hornið á kanntinum síðan fylgir restin
af bílnum og skellur allur á vegginn.
Það sést þó nokkuð á kanntinum og tókum víst niður eitt skilti líka.
Lögregla staðfestir að hvorki ölvunar né ofsaakstur hafi átt sér stað.
Þeir sem sátu fjær veggnum sleppa með eymsli í baki og hálsi,
en bæði ég og sá sem sat fyrir aftan mig fórum strax í aðgerð
og talið að við náum allveg fullum bata.