Hehe, alveg brjálaður.
Nei, ég er nú ekki þekktur fyrir að vera skapofsa maður og eitthvað tæpur á tauginni
En mér getur blöskrað og sárnað eins og næsta manni þegar hlutir eru gerðir í kæruleysi án þess að hugsa þá til enda.
Þegar það er spurt hvort Sandskeið sé malbikað í sömu andrá og af sama einstakling sem er að velta fyrir sér æfingasvæði fyrir bifreiðar, þá einhvernvegin álít ég sem svo að hann ætli sér að nota það sem æfingasvæði fyrir bifreiðar. Er það ekki eðlileg ályktun
Það er hið besta mál ef það stóð aldrei til að fara út í einhverjar æfingar án undirbúnings og leyfis. Ég mæli hiklaust með að það sé gert. Það er ekkert að því að leyfa mönnum að nota flugbraut til að reyna bílana sína, ef leyfi er fengið. Bara gaman
Ég vildi bara koma þessu að, því að það er ótrúlegt hvað sumt fólk er skammsýnt og tillitslaust með þetta, spænandi upp flugbrautir þvers og kruss eins og þær séu eitthvað leiksvæði fyrir ökutæki.
Hilsen,