Maggi B wrote:
Þú hefur semsagt ekki kynnt þér þetta litla overrated slys á neinn hátt ?
ættir að horfa á umfjallanir bbc um þetta slys og aftermath þess
Overrated slys??
Þó það hafi ekki drepist "nema" 56 manns í beinum tengslum við sjálfa bilunina í kjarnorkuverinu þá losnaði um svo mikla geislun að það fóru aðvörunarbjöllur í gang í kjarnorkuveri í Svíþjóð, 1100 km fjarlægð!
Geislunin var slík að það þurfti að rýma næsta bæ, Pripyat og búið til öryggissvæði í 30km radius þar sem enginn mátti stíga inn fæti. Það er metið að 800.000 manns hafi orðið fyrir geislun og muni það valda 4000 dauðsföllum af völdum krabbameins, fyrir utan allskonar erfðagalla. Menn sem voru fengnir til að safna braki úr sprengingunni á einn stað kjarnorkuversins gátu aðeins unnið við það í 40 sekúndur í senn sökum banvænnar geislunar. Farartækin sem þeir notuðu hefur verið safnað á nokkra staði á bannsvæði en þau gefa frá sér hættulega mikla geislun enn þann dag í dag, 24 árum eftir slysið.
Þetta olli uppsafnaðri geislun í fiskistofnum í Úkraínu og rússlandi sem var langt yfir bannmörkum, skóglendi hreinlega drapst, nokkra ferkílómetra í kringum svæðið og dýralíf á sama svæði þurrkaðist nánast út.