Ég er reyndar alveg hættur að trúa svona testum. Ég kaupi engar tölur lengur um hröðun eða slíkt nema bíllin sé random pick af færibandi.
Af hverju segji ég þetta.. jú nokkrar ástæður:
1. Ég les mikið af tölvuhardware testum, og það hefur komið í ljós að búnaðurinn sem framleiðendur senda inn er mjög oft hand picked.
2. Bílar eru þeim skemmtilegu eiginlekum gæddir að þeir keyra ekki sjálfir, og ökumaður skiptir ÖLLU máli.
3. Ég hef sjálfur átt bíl sem var "handsmíðaður" og kom ekki af færibandi, heldur var settur saman í þeim eina tilgangi að vera "test" bíll fyrir bílablöð. Hann var t.d. ekki með neina þyngdartölur o.s.frv. og framleiðslunúmerið var 0000000013. Sá bíll var með orginal "piggy back" tölvu, og kom á mun meira aggressive dekkjum en þeir bílar sem fluttir voru inn til sölu.
Þannig að ég mæli með að svona tölur teknar inn með slatta af vatni og alls ekki á fastandi maga. Fyrirvararnir eru margir, og það t.d. að þessi RS Escort boosti umfram stock í svona testi er alls ekki sjaldgæft.
p.s. þetta segji ég ekki bara að því að WRX-in kemur illa út.
pp.s. hver man ekki eftir Sunny GTi-R, tölur á bilinu 4.8 upp í 5.5 0-100. það er slatta skekkja.