arnib wrote:
Hvað hefuru fyrir þér í þessu?
Ef bíll á að vera á 44" dekkjum, þá er ekki um annað að ræða en að hafa hásingar að framan og aftan!!!
Annars er ekki mögulegt að halda bílnum inná einni akrein...
Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að allir helstu og bestu jeppar eru á hásingum að framan og aftan!!!
T.d. Land Cruiser 60 er talinn besti jeppi sem framleiddur hefur verið!!
Land Cruiser 80 er mjög góður jeppi, hann er á hásingum
Nissan Patrol er góður fjallajeppi, hásingar framan og aftan...
Allir eldri amerískir pickuppar og jeppar, allt á Hásingum framan og aftan (auðvitað bara þeir sem eru 4WD)
Það hlýtur líka að vera ástæða hvers vegna menn eru að setja hásingar undir bíla þegar þeir eru að breyta þeim...
Svo ég tali nú ekki um Hummerinn... Hann er á flexitorum allan hringinn (sjálfstæð fjöðrun) og hann er ekki að geta neitt hér á íslandi. Þetta er flottur bíll og ég hef ekkert á móti honum, en hann er ekki góður fjallajeppi...
Margar hjálparsveitir og ferðaþjónustur hér á íslandi fengu sér hummera þegar þeir komu fyrst, og létu jafnvel breyta þeim meira... Þeir eru allir til sölu núna og það vill enginn hafa þessa bíla lengur, þeir virka ekkert hér á landi upp á fjöllum. Og það er HÖRMUNG að keyra þá á 44", af því að þeir eru ekki á hásingum...
Bebecar talaði um að driflæsingar væru ekkert nauðsynlegar í jeppa, en það er ekki rétt, þeir sem hafa farið á jeppa í einhvern almennilegan snjó og ófærð sjá strax að það munar rosalega um læsingar...
'Eg fór til dæmis í jeppaferð um daginn, á Nissan Patrol, læstum framan og aftan, og vorum við alltaf að draga Land Cruiser 90 sem var með bilaðar driflæsingar, HANN F'OR EKKERT, spólaði alltaf bara á 2 hjólum...
_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE