Just wrote:
En eitt hérna... þið sem voruð á tónleikunum, fannst ykkur ekki alltof mikið af krökkum þarna, svonna 13-16 ára og fullt af gelgjum. Fór afskaplega í taugarnar á mér... píkuöskur, hrindandi öllum o.fl... ætti að vera 18 ára aldurstakmark inn!
Úff jú!!!
Það voru stelpur þarna sem voru svona 15 ára í heimatilbúnum Muse bolum og voru öskrandi "I love you!" og margt fleira.
Svo var líka annað sem fór verulega í mig, allt þetta dópistapakk!
Voru einhverjir lúðar á klósettinu að taka spítt fyrir framan allt og alla, hótandi að buffa hina og þessa. Svo finnst mér vægast sagt sorglegt að sjá krakka keppast við að hella í sig fyrir framan til að "vera sem mest full" inni, hvað er gaman við að vera á rassgatinu á tónleikum ?
Annars voru þetta ágætis tónleikar.