ta wrote:
bíll var í fyrsta sæti hjá
CAR&DRIVER á sínum tíma. listinn var
WORST fuel consuption,

hehe, ég man eftir þessum bíl. Fannst hann frekar klossaður í útliti, bæði utan og innan. Ég er ekki viss um hvað varð um hann .. en var sagt að eftir að hann stóð hjá Guðfinni (hann stóð þar í óratíma ekki satt) þá hafi hann verið fluttur út aftur, þar sem engin vildi kaupa þessa græju.
Enda hefði það verið peningahýt dauðans að kaupa þetta apparat. Maserati fyrirtækið var búið að vera á vonarvöl svo árum skifti, bjargað úr gjaldþroti af Ítalska ríkinu sem hefur átt meirihlutan í fyrirtækinu þegar þessi bíll var búin til. Gerðin var gamaldags og byggð á gamalli hönnun sem gerði það að Maserati seldist illa á þessum árum.
Nú getur manni líkað við ýmislegt í svona bíl engu að síður, t.d. þá hefur mér fundist Citroen CX/XM snilldar bílar að mörgu leyti. (eiga sumt sameiginlegt með Maserati). En þeir endast ílla og það er hroðalegt að gera við þá. Og að kaupa svona Maserati hefði verið eins og að kaupa sérsmíðaðann 4x4 V8 CX/XM með sérsmíðaða bolta/rær/skinnur sem gæti fyllt 17 skókassa og eyddi eins og togari
