bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 09:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

Var rétt að refsa Alonso?
22%  22%  [ 4 ]
nei 78%  78%  [ 14 ]
Total votes : 18
Author Message
PostPosted: Thu 14. Sep 2006 23:39 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 21:45
Posts: 1376


Íþróttir | mbl.is | 10.9.2006 | 11:41
Quote:
Alonso: Ég lít ekki lengur á formúlu-1 sem íþrótt

Fernando Alonso, heimsmeistari ökuþóra í formúlu-1, segist ekki lengur líta á formúluna sem íþrótt eftir að honum var refsað í gær fyrir að hafa hindrað för Felipe Massa hjá Ferrari í tímatökunum í Monza í gær.

Renaultþórinn átti erfitt með að verjast því að tárast á fjölmennum blaðamannafundi í mótorheimili Renault í morgun. Hann segir ákvörðun Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) að svipta hann þremur hröðustu hringjum sínum í tímatökunum í gær hafa breytt skoðun sinni á því hvað formúla-1 væri.

„Ég ók minn hring án þess að hindra einhvern af ásettu ráði. Ég elska íþróttina, ég dái stuðningsmennina sem flykkjast hingað, fjöldi þeirra er frá Spáni, en ég lít ekki lengur á formúlu-1 sem íþrótt,“ sagði Alonso.

Hann var harður á því að hann hefði ekki hindrað Massa vísvitandi og sagði að fyrst honum hafi verið refsað fyrir það sem átti sér stað í Monza myndu að líkindum koma upp vandamál í framtíðinni.

„Ef þið skoðið myndbandið og þetta er vísvitandi hindrun þá eigum við eftir að upplifa helling af vandamálum héðan í frá í tímatökum. Ef þetta er hindrun þá skil ég ekki hvernig við eigum að keppa í dag ef þetta er of lítið bil milli bíla,“ sagði Alonso og sýndi myndbandsupptöku úr bíl Massa.

Renaultstjórinn Flavio Briatore var einnig harður á því að Alonso hefði ekki tafið för Massa af ásetningi - og sagði hann hafa veriði að ljúka úthring á mikilli ferð til að komast yfir endamarkið áður en köflótta flaggið félli til marks um að tímatökunni væri lokið.

„Þið vitið að Fernando varð fyrir því að dekk bilaði, hann kom inn að bílskúr, við kíktum á bílinn og það var nánast hættulegt að senda Fernando út aftur. En við erum að keppa um heimsmeistaratitla og áhorfendur þurfa að fá skemmtan. Þess vegna unnum við íþróttinni, það er ástæðan fyrir því að Fernando ók af stað aftur og náði í tæka tíð áður en flaggið féll og bætti sinn besta tíma um sekúndu.

Við sögðum honum að aka úthringinn eins og það væri tímahringur því eftir að hafa kíkt á skrokkinn og fjöðrunina vorum við virkilega á nippinu með að ná yfir marklínuna. Hann skilaði fullkomnu verki og hafði engan hug á því að tefja Massa.

Við deilum ekki við ákvörðunina en við segjum ykkur hver afstaða okkar til málsins er - það hryggir okkur að þetta skyldi hafa gerst og Fernando tók áhættu að gera aðra tímatilraun,“ sagði Briatore.

_________________
'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Sep 2006 08:51 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Á hann að hafa verið að hindra hann á þessu myndskeiði :?:

Ef svo er þá er þetta ótrúlegt!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Sep 2006 08:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Hum það er svo mikið bil á milli þeirra að ég myndi ósjálfrátt halda að þetta sé ekki rétt myndband ???

Nú ef þetta er það atvik sem er dæmt á ... þá er þetta bara bull að mínu mati. Massa átti ekki breik.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Sep 2006 09:24 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 03. Mar 2006 16:21
Posts: 1442
ef einhver horfði á f1 þáttin þá kom góð útskýring

eins og ég sagði þar sjálfur tel ég massa frekar hafa grætt á þessu útaf mesta hraða sínum á langa beina kaflanum!

hinnsvegar er það rétt sem ferrari halda fram held ég

í seinustu beygjunni, sem er mjög löng og hröð, þá þurfa þeir allt það downforce sem þeir geta fengið, þessir bílar nota svo mikið af loftsameindum til að þrýsta sér niður að þegar þeir hafa keyrt í gegnum loftið fer það soldið í "rugl" og þá er ekki jafn mikið af sameindum í aksturslínunni í örfáar sekúndur, massa keyrir s.s í gegnum þynnra loft sem veldur því að hann fær ekki jafn mikið af því í gegnum vængina sem skilar honum þá minna downforce

_________________
Kristján Einar
[url=http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14304]
BMW 2002 Turbo ´75[/url]

gstuning wrote:
Ég og þú skulum gifta okkur svo ég geti komist á þennan 2002 turbo


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Sep 2006 11:06 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 17. Mar 2003 17:29
Posts: 374
Location: Cambridge
Ef maður notar bara videoið til að dæma um þetta, finnst mér persónulega erfitt að segja að Alonso hafa verið fyrir Massa í þessum hring. Dómurinn byggir hins vega á upplýsingum úr bílunum og skv. Max Mosley (FIA) fór Massa hægar en venjulega í gegnum síðustu beygjuna, en hins vegar segir Pat Symmonds (Renault) að Massa hafi farið hraðar. Báðir tala um að hafa séð upplýsingar úr tölvunni í bílnum hans Massa... hver veit!!?
Allavega, ef Alonso skemmdi hringinn hans Massa, þá gerði hann það svo snyrtilega að það hefði í raun átt að leyfa honum að komast upp með það!!

_________________
Gummi
´92 Mini [MR BIG]
´04 Jaguar X-Type


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Sep 2006 18:22 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Massa er bara kjúklingur og guggnar aðeins þarna í síðustu beygjunni! :-P

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 37 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group