Mitt mottó er að um leið og ég hef opnað bjór/drukkið áfengi þá er ég búinn að ákveða að keyra ekki neitt það sem eftir er af deginum.
Verð að viðurkenna að ég hef keyrt eftir einn lítinn bjór, þ.e. þar sem ég hefði ekki keyrt venjulega ... en það var í Danmörku og þar er prómillalimitið víst öðruvísi.
Ég held að það hafi ekki verið eitt skipti sem ég hef opnað bjór og ekki hugsað "jæja núna keyri ég ekki meir í dag," og staðið við það í öll þau skipti, nema í þetta eina skipti.
Ég er meira fyrir að hugsa "shit núna ætti ég alls ekki að keyra."
Þegar ég er undir áhrifum þá hugsa ég allt öðru vísi en venjulega.. þá langar mig helst að vera edrú að stíga bílinn minn í botn... en þetta er bara hugarástand.
Það er samt sorglegt hvað margir eru sekir um að hafa keyrt eftir að hafa drukkið áfengi, og/eða tæpir eftir gærdaginn.