saemi wrote:
M30 vélin er bara svo hræðilega áreiðanleg og ódýr í viðgerð ef illa fer. Ég myndi taka þannig bíl ef ég væri að spá í ódýran og áreiðanlegan (mikið ekinn jafnvel) bíl. Ég væri ekkert hræddur við að kaupa þannig bíl ekinn 300.000+ ef ástandið er gott og vel búinn.
Ég myndi hins vegar taka 530 V8 ef ég væri að spá í nýrri bíl, reyndar 540 miklu frekar, því það munar ábyggilega ekki það miklu í eyðslu á þeim. Það er bíll sem er með flottari framenda að mínu mati, ásamt því að vera náttúrulega nýrri. En ef það fer e-ð í vélinni á þeim bílum er maður ekki í góðum málum.
Þetta er einmitt málið. m30b35 er það stærsta og besta sem maður fær í línu sexu range (top of the line á sínum tíma á meðan maður fer ekki útí tjúnfyrirtækin og ///M þar sem maður væri að taka enn meiri séns með viðhald en m60) á meðan maður veit alltaf af 4 lítra m60 ef maður fer útí v8. Maður er ekki með bestu v8 þegar maður er með 3,0 l og langar örugglega alltaf miklu frekar í 4l. Bara brjálað vesen að finna/redda 540 bsk þannig að það er
ekki möguleiki. Eyðir of miklu ssk og of dýr miðað við mín plön sérstaklega þar sem bíllinn
verður að vera bsk.
Tel líka að þar sem þessir bílar eru að verða þetta gamlir og bsk felur oft í sér aðeins meiri átök þá er ekkert ólíklegt að vélarnar klikki. Hef spottað e-a m60 sem eru einmitt með upptekna vél. Það er ekki einhvað sem ég er til í að taka sénsinn á
Lítur út fyrir að ég sé búinn að komast að niðurstöðu og bíll vonandi á leið til landsins fyrir lok júní með aðstoð Bjarka
...en maður hefur m60 í huga ef maður rekst á e-n sérlega kræsilegan. Síðan spurning hvort m60 nær að heilla mann þegar maður fær að kíkja á bílana hjá ykkur m60 mönnum
Mjög gott að fá þessa umræðu hér, þakka fyrir skoðanir og álit ykkar, hjálpaði helling.