Ein smá pæling:
Það eina sem ég "óttast" við að kaupa svona bíl og nota hann á íslandi með þeim væntingum að hann hækki í verði eru að hann hækki ekki jafn mikið og vonir standa um. Menn eru yfirleitt MJÖG picky hvað þeir vilja borga yfirverð fyrir, meðferð, staðsetning og ýmislegt annað.
Það gilda svipuð lögmál um bíla, vín og listaverk.
Svo er annað sem er gaman að pæla í.
Svona bíll kostar 50mkr, hversu oft getur þú keyrt hann á Íslandi og hvernig þannig að hann verði enn í 100% ástandi.
Gefum okkur nokkrar forsendur.
-bíllinn heldur fullu verðgildi, rýrnar s.s. ekki
-tryggingar kosta 250þús pr ár
-Viðhald c.a. 50þús
-20 100km bíltúrar
Þá kostar hver bíltúr (miðað við fórnarkostnað 12% (vextir sem ætti að vera hægt að fá væru þá 6mkr á ári) Hver bíltúr þá c.a. 315þús kall, og hver ekinn km 3150 fyrir utan bensín.
Í þessum bíltúrum væri max hægt að nýta 25%-35% af getu bílsins, kanski örlítið meira með því að keyra hann skamma stund á c.a. 200km hraða sem er reyndar bara krús hraði.
En svona á maður auðvitað ekki að hugsa.
En.... ég skal koma með mun betri hugmynd fyrir þennan mann.
Kaupa bílinn (áætla verðið 300þús euros = 27,5mkr) og eiga hann í .de
SPARA 22mkr í gjöld. vextir af því á ári eru = 2.6mkr
Nota þessar 2.6mkr í flugmiða með Iceland express til frankfurt hahn hverja helgi og keyra bílinn eins og á að keyra hann + geymsluhúsnæði.
Ég er nokkuð viss um að hann gæti notað hann meira og betur.
Afar sorglegt að eiga 330km hraða bíl, 3.5sek 0-100, bíl sem er í essinu sínu á braut eða autobahn.. á Íslandi.