Verð nú bara að svara þessu þar sem ég er vörubílstjóri og vinn hjá einum af stæðstu flutningsaðilum á Íslandi.......
Það gilda lög um frágang á efni á vörubílspalli.. í sambandi við mölina og moldina þá á að vera með dúk eða e-ð dregið yfir pallinn... en það er sjaldan gert enda er nú ekki farið langt í flestum tilfellum með svona.
Ég persónulega tengist þessu svosem ekkert, vinn á kranabíl og flyt nú ekki mikið enda er burðargetan ekki meiri en 4tonn þegar pallurinn hjá mér er á.. En það sem ég flyt er KEÐJAÐ fast niður.
Það er MJÖG vel farið eftir þessum reglum hjá okkur um frágang á efni og hlutum enda er það ekki góð auglýsing að ég missi 7-8tonna loftpressu kannski ofan á Yaris og drep alla í honum
Ef þið þurfið að gráta yfir þessu og svona. Takið niður nafnið á fyrirtækinu og einnið bíl/vagnnúmer og farið með það í viðkomandii fyrirtæki og bendið þeim góðfúslega á þetta.
Ég meina.. án vörubíla mundi EKKERT, námkvæmlega EKKERT gerast í þessu blessaða landi.
Og þetta í sambandi með veginn hans Kristjáns þá ÞOLIR einfaldlega ekkert Íslenskt gatnakerfi svona þunga.. Margir af þessum alvöru flutningabílum eru með 49tonna undanþágu. og 49tonn á 80-90km hraða gerir ekkert gott fyrir vegina