Það er nú margt bullið sem maður hefur gert á fyllerí um ævina en eitt það heimskasta sem ég hef gert var einu sinni þegar við vorum 4 félagarnir í bænum og ætluðum að kíkja á Hverfisbarinn, þetta var fyrir 2 árum og við nýorðnir 18ára minnir mig. En þar sem við vorum ekki með aldur komust við inn á því að vinur minn er frændi fyrrverandi dyravarðar á Hverfis og allt í góðu með það en hann lét okkur bíða frekar lengi og það var mjög kalt og síðan hleypir hann 2 inn og ég og hinn aðilinn þurfum að bíða aðeins lengur.
Þegar hann hleypir okkur loksins inn segir hann við okkur í hurðinni að við eigum ekki að vera að nota kortin okkar á barnum þar sem okkur yrði þá hennt út. Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem inn er að ég kalla á félagana og tilkynni þeim að ég ætli að bjóða þeim uppá bjór, síðan förum við á barinn og ég panta 4 bjóra, síðan byrja þeir að koma og ég rétti strákunum alltaf jafnóðum, og svo er komið að því að borga og ég rétti fram kortið mitt og barþjónninn strauar það og strákarnir kominr eitthvað aðeins frá mér.
Síðan um það leyti sem ég er að kvitta fyrir 2400kr færslunni þá er tekið sitthvoru megin í hendurnar á mér og ég beðin um að koma með þessum mönnum. Þetta voru semsagt dyraverðir sem voru að henda mér út en létu vini mína í friði, ég semsagt bauð þeim uppá bjór en var sá eini sem var hennt út.
Síðan þegar ég er kominn út með bjórinn minn í plastglasi fæ ég símhringingu frá vini mínum sem var inni og þakkaði hann kærlega fyrir bjórinn og hinir 2 líka
Þetta endaði bara með því að ég fór bara heim og strákarnir fóru á eitthvað gott djamm

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
