hagur wrote:
Hitt tengið sem þú ert að tala um, þ.e grænt/blátt/rautt er svokallað component tengi. Þ.e hver af grunnlitunum þrem á sinni snúrunni. Athugaðu að þessar snúrur flytja ekki hljóð. Þetta tengi er eingöngu fyrir mynd. Þetta tengi gefur kost á mun betri mynd heldur en composite og er t.d oft notað á milli HD (High definition) tækja og t.d DVD spilara.
Þetta er næstum því rétt.
Y/PR/PB er skilgreint sem eftirfarandi:
Y = birtuhluti sjónvarpsmerkisins (luminance)
PR = mismunur Y og rauða litarins í myndinni
PB = mismunur Y og bláa litarins í myndinni
Þetta er gert svona þar sem merkið verður meira compact og þægilegra í vinnslu.
Ath, það "vantar" ekki græna litinn, hægt að reikna hann út frá Y, PR og PB.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...