Ég hef nokkrar spurningar.. Og já ég er búinn að lesa púst þráðinn en það svarar ekki alveg spurningunni minni..
Ég er með Suzuki Jimny eins og flestir vita.. Og ekkert gífurlegt afl þar á ferð. Pælingin mín er sú,
Í fyrsta lagi, græði ég eitthvað á því að berja úr hvarfanum, þe.a.s taka allt innan úr honum sem er að hindra loft. Og ef ég geri það, kemst í í gegnum skoðun þannig? Þessi bíll mengar nú varla ógurlega.. Eða er þetta bara reiknað hlutfallslega.
Annað sem ég er að pæla, pústið hjá mér er nú ekki mjög svert.. Ef maður færi í það að stækka það í hvaða stærð færi ég? 2 tommur ? 2 1/3 eða einhvað svoleiðis.
Annað, það er svona skynjaragaur á pústinu hjá mér. Skoða mynd
http://hard-trance.net/jimny/85.jpg
Eins líka gæti ég sett örlítið sverar púst bara á eftir hvarfanum, mér finnst það alveg sæmilega svert fyrir framan hvarfa, en ekki þegar það kemur úr honum..
Sjá myndir (pósta bara nokkrum til öryggis)
http://hard-trance.net/jimny/86.jpg
http://hard-trance.net/jimny/87.jpg
Finnst þessar beygjur alveg skelfilegar..
http://hard-trance.net/jimny/88.jpg
http://hard-trance.net/jimny/89.jpg
Þarf ég endakútinn, fæ ég skoðun ef ég er ekki með hann?
http://hard-trance.net/jimny/90.jpg
Endilega komið með einhverja hugmynd, ég er ekki að leita eftir hljóði, heldur bara örlítið skemmtilegri bíl.