Ég vill byrja á því að óska öllum aðstendum aðilans sem lést mína dýpstu samúð, veit hvað þið eruð að fara í gegnum núna.
En það er annað sem ég hef verið að hugsa doldið um. Það kom mynd af slysstað í Fréttablaðinu í dag og á henni sýnist mér greinilegt að þetta er BMW 5 lína, E39. Veit að það er erfitt að sjá það en samt sýnist mér ég sjá það. Finnst það sem ég sé á þessari mynd alveg skuggalega líkt Alpina B10 bílnum sem er/var til sölu hérna. Felgurnar og liturinn sýnist mér. Ekki var sá bíll að velta og brenna?
Veit einhver meira um þetta?
Hér er greinin á netinu með myndinni:
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/artic ... 30083/1091
Betra að sjá myndina á bls 2 í Fréttablaðinu samt, hægt að skoða betur þar.
Vill svo líka taka það fram að ég vill ekki vera að búa til einhverjar sögusagnir um að Alpinan er ónýt, vill bara komast að því hvort þetta er sá bíll eða ekki.
Kveðja með von um að þessi þráður verður ekki miskilinn,
Daníel.