bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 10:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 05. Oct 2005 20:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Fyrir fimm vikum síðan, var fjörtíu og fimm ára afmælisdagurinn minn, og þann morgun vaknaði ég frekar þungur í skapi, mér leið ekkert of vel. Ég fór fram í eldhús vitandi það að konan mín myndi gleðja mig með því að óska mér til hamingju með daginn, og sennilega hefði hún einhverja gjöf handa mér líka.
Hún sagði ekki einu sinni góðan daginn, hvað þá til hamingju með hann. Ég hugsaði "jæja ,svona verða þá eiginkonurnar með tímanum, - krakkarnir hljóta að muna hvaða dagur er". Krakkarnir komu svo í morgunmatinn, en sögðu ekki orð. Ég lagði af stað á skrifstofuna, og leið enn verr. Þegar ég kom þangað inn kom einkaritarinn minn, Jenný, á móti mér og sagði "góðann daginn forstjóri og til hamingju með daginn". Mér leið aðeins betur, einhver mundi þó eftir afmælisdeginum mínum. Þegar komið var fram á hádegi var bankað á dyrnar hjá mér og Jenný gekk inn og sagði "Af því að veðrið er svo fallegt úti og þú átt nú einu sinni afmæli, hvað segirðu þá um að við förum út að borða, bara við tvö". "Já bara endilega" svaraði ég, þar sem þetta var það besta sem ég hafði heyrt þennan dag. Við fórum ekki á venjulega staðinn okkar, heldur aðeins út fyrir bæinn á lítinn aðvikinn stað. Við fengum okkur tvo Martíni og nutum matarins reglulega vel. Á leiðinn til baka sagði Jenný "Þetta er svo fallegur dagur, þurfum við nokkuð að fara aftur á skrifstofuna?" Og ég svaraði "Nei, ekkert frekar", "Förum heim til mín" sagði hún þá. Þegar við komum þangað fengum við okkur annan Martíni, kveiktum okkur í sígarettum og létum fara vel um okkur. Eftir smá stund sagði hún "Er þér ekki sama þó ég skreppi inn í svefnherbergi og bregði mér í eitthvað þægilegra?". "Auðvitað" svaraði ég strax. Eftir um það bil sex mínútur kom hún aftur....haldandi á stórri afmælisköku....á eftir henni komu konan mín, krakkarnir, tengdaforeldrarnir og loks nokkrir vinir, allir syngjandi "hann á afmæli í dag" ......og þarna í sófanum sat ég......................og var aðeins í sokkunum !!!

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 05. Oct 2005 20:55 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
:rofl:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 05. Oct 2005 21:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
:rollinglaugh:

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 05. Oct 2005 22:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Bwaaaa repostaðir sjálfan þig! :rollinglaugh:

:repost:

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 05. Oct 2005 23:36 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 19. May 2004 12:59
Posts: 425
iar wrote:
Bwaaaa repostaðir sjálfan þig! :rollinglaugh:

:repost:


Hahaha :lol: Góður :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 15 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group