Kristjan wrote:
hmm ég er nú ekki búinn að spila hann í nokkra daga en ég er búinn með 30% af honum og búinn að eignast eitthvað um 70 bíla. Frá byrjun hef ég verið að sanka að mér BMW að sjálfsögðu á núna einhver 13 stykki, nokkra M3 GTR, einn M3 GTR Race Car, alveg stock M3 sem er minn uppáhalds bíll, E60 M5 sem ég er búinn að kaupa allt sem hægt er að kaupa í, einn 120d og svo 120i, E90 330i og svo að lokum 2002 Turbo. Eini bimminn sem mig vantar er M Coupe... svo er McLaren sem ég tel nú ekki vera bimma þótt hann sé powered by M... en mig langar ekkert sérstaklega í hann, á nokkra ofurbíla og þeir eru allir jafn hundleiðinlegir þar sem maður finnur nákvæmlega engan mun á því að vera á 200 eða 350 km hraða í þessum leik. Af augljósum ástæðum nenni ég ekki að telja upp hina bílana en minn uppáhalds bíll í leiknum fyrir utan M3 er Shelby Cobra.... sweet bíll
Ég var einmitt að kaupa Mcoupé áðan en á eftir að keyra hann...
Ég hef mestan áhuga á gömlu bílunum í leiknum og langar mest af öllu (núna) í 2002
