bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nakamichi MB-75
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=812
Page 1 of 2

Author:  Dr. E31 [ Thu 13. Feb 2003 03:35 ]
Post subject:  Nakamichi MB-75

Bara að svona tékka hvort einhver ætti svona tæki og hvað hann væri til í að fá fyrir það, ekkert ákveðið hvort ég ætla að kaupa, bara að "skoða". :P

Author:  Guest [ Thu 13. Feb 2003 12:06 ]
Post subject: 

Hvað er þetta??? Stend alveg út á gati :oops:


Kveðja

Gummi

Author:  hlynurst [ Thu 13. Feb 2003 12:14 ]
Post subject: 

Sama hérna... klóra mér bara í hausnum og er að spá hvort þetta er tölva eða eitthvað...

Author:  Guest [ Thu 13. Feb 2003 13:14 ]
Post subject: 

Þetta eru hljómflutningstæki - alvöru græjur.

Author:  Dr. E31 [ Thu 13. Feb 2003 15:22 ]
Post subject: 

Þetta er já, hljómflutningstæki, (í bíl) sem tekur 6 diska inn á sig, og er alveg ógeðslega plane, ekkert glammpandi glys og diskóljós.
Image

Author:  bjahja [ Thu 13. Feb 2003 16:01 ]
Post subject: 

En eru samt alvega góðar græjur er það ekki?

Author:  Dr. E31 [ Thu 13. Feb 2003 16:19 ]
Post subject: 

ÓÓÓÓÓÓ Jú.

Author:  bjahja [ Thu 13. Feb 2003 16:58 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
En eru samt alvega góðar græjur er það ekki?


Vá ég skil varla sjálfur hvað ég var að reyna að segja.
Já þetta eru svona klassa græjur ekki fancy bara góðar :lol:

Author:  hlynurst [ Thu 13. Feb 2003 19:40 ]
Post subject: 

Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt... núna langar mér í svona. Þetta virðist passa vel inn í innréttinguna hjá mér. Hvað þarf maður að punga út fyrir svona tæki? 100þ?

Author:  Kull [ Thu 13. Feb 2003 19:52 ]
Post subject: 

Sjálfsagt fáir sem eiga svona því þetta var ansi dýrt. Ég held að það sé hætt að selja Nakamichi hér á landi sem er mikil synd því þetta eru eðal tæki. Á sínum tíma voru Bílabúð benna að selja þau og líka Hljómsýn en síðast þegar ég tékkaði á þeim áttu þeir engin tæki og höfði ekki áætlað að taka fleiri inn.

Annars finnst mér málið í dag að fá sér tæki sem getur spila MP3. Alger snilld að geta raða mörgum klukkustundum af tónlist á einn disk. Alpine tækin eru mjög góð en kosta að vísu 50-60 þús.

Author:  Dr. E31 [ Thu 13. Feb 2003 20:10 ]
Post subject: 

Alpine tækin eru pínulítið flahsy og glansandi (síðast þegar ég skoðaði), en það getur hafa breist. Ég kíki á þau eftir helgi. MP3 hljómar vel, ég nenni nefninlega ekki alltaf að vera að skipta um disk, er búinn að vera með sama diskinn núna í hálfan mánuð :oops: , og er búinn að fá ógeða af honum :P

Author:  Gunni [ Thu 13. Feb 2003 20:37 ]
Post subject: 

fáðu þér bara svona tæki Image það er kúl

Author:  bjahja [ Thu 13. Feb 2003 20:43 ]
Post subject: 

Já ég ætla að fá mér Alpine DVA-7996R eða Alpine CDA-7894R.
Þetta er beisiklí sama græjan en önnur er svört og hin silfurlituð.

Author:  Dr. E31 [ Thu 13. Feb 2003 20:53 ]
Post subject: 

bjahja: Veistu hvað Alpine DVA-7996R kostar hjá Nesradíó?

Gunni hvað er þetta? Eitthvað nammi :wink:

Author:  Svezel [ Thu 13. Feb 2003 21:01 ]
Post subject: 

Hafa bara orginal í þessu og mixa ipod í inntak. 20 gb ættu að duga fyrir nokkur lög 8)

Annars er ég með magasín, það er snilld að þurfa ekkert að vera alltaf að skipta um diska. Skipta bara svona einu sinni í viku.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/