Þannig er mál með vexti að festingin á framljósinu mínu til að festa stefnuljósið (vinstra megin) brotnaði svo að lengi vel var ég með stefnuljósið tape-að á, ég hefði nú mátt vita það að eftir slatta af rigningar/snjódögum myndi límbandið detta af og þar af leiðandi stefnuljósið líka, þegar þetta gerðist slitnaði stefnuljósasnúran svo að stefnuljósið og allt sem því fylgir datt af! Nú vantar mig stefnuljósatengið og helst framljós líka svo þetta endurtaki sig nú ekki! Ég set mynd af tenginu til öryggis!


Þess má til gamans geta að bíllinn sem um ræðir er af gerðinni BMW e36 '97. (4 dyra sedan)
Með fyrirfram þökk!