bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Innflutningur á varahlutum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=5489
Page 1 of 1

Author:  gstuning [ Thu 15. Apr 2004 16:35 ]
Post subject:  Innflutningur á varahlutum

Ég ákvað að skrifa hérna aðeins smá um innflutning,

Oft vilja menn kaupa að utan og spara og meika deala,
sem er allt gott og blessað,, en það þarf að skoða nokkra hluti áður

1. Verð heima á sama eða sambærilegum hlut
2. Tími sem þarf að bíða eftir hlut hérna heima vs. tími sem þarf að bíða eftir hlut að utan
3. Ábyrgð á hlut hjá seljandanum


Ég hef persónulega ætlað að spara þegar ég hef verslað að utan en svo hefur það klikkað á einhvern hátt

1. Verð heima á sama eða sambærilegum hlut

Það þarf að taka nokkra hluti í þetta þegar er verið að reikna heildarverð.

Heildarverð er sá kostnaður fyrir kaupandann að fá hlutinn heim í hús, þá telst með að keyra sjálfur í B&L og kaupa hlutinn eða borga flutning hjá Fedex og svona,, einnig telst með sá tími sem fer í að versla og snúast vegna hlutarinns, fara með pening í banka, eða millifæra eða hvað sem er, allt er þetta á manns eigin kostnað,
Þegar síðasta króna er talinn þá er vitaður heildar kostnaður vegna hlutarins

Er ódýrarra að fara bara útí bílanaust og kaupa ljósaperu á 500kall eða á ebay á $1.5, borga flutning svo heim og tolla og vörugjald og VSK, standa í því að sjá um að koma reikning til tollara og svona
á endanum þá tekur bílanaust styttri tíma og er minna vesen
Þannig að já í þessu tilfelli er það

2.
Tími,
Oft er betra að bíta í það súra og borga bara 15.500kr í stað 13.200kr
og spara sér 2vikna bið t,d þegar bíll þarf að fara á götuna strax aftur

Hvað þá þegar hlutir eru enn ódýrrari en það

3. Þegar er verið að versla af Ebay t,d þá þarf ekki seljandi að láta ábyrgð fylgja, þar sem að hann skrifar bara í sölutextann sinn,
Vara er keypt eins og er og er ekki hægt að skila,, þegar er verið að versla hjá einhverjum stór fyrirtækjum úti þá er það annað mál,, en svo ef eitthvað klikkar t,d eitthvað sem er í ábyrgð, þá þarf maður sjálfur að borga fyrir flutning út (gefandi að umboðsaðili sé ekki til heima)
og borga svo flutning tilbaka, á einni felgu er þetta orðinn talsverður kostnaður, nálægt því að versla bara aðra felgu,,


Að reikna varahluti heim til íslands

Tökum felgur af ebay.de sem þú vannst á €260 og það er final verð, þú færð ekkert tilbaka þar sem að þetta er notað og gaurinn sem á þetta lætur þig bara borga fullt verð því hann nennir ekki að vera að fara sækja VSK tilbaka og vesen

Þetta eru "17x8 felgur sem eru miðlungs þungar,
Flutningur með Jónar fyrir svona er um €200 án dekkja
þannig að FOB er 460€

Þegar til íslands kemur þá þarf að tolla þetta,
og í þessu tilfelli eru felgurnar frá Þýskalandi og leggst því 15% vörugjald á þær (líka flutninginn ) Ef vara er framleidd utan EU þá leggst á hana 7,5% tollur áður en maður reiknar


€460 * 1,15 = €529
Þá þarf að setja á þetta VSKinn góða
€529 * 1,245 = €659 Samtals

Þá er vöruverðið til landsins komið 58þús
Eftir er að borga tollskýrslugerð sem er 1500kr,
heildar kostnaður þá 59.500kr
Svo þarf að sækja þetta og ef þú keyrir þá ættiru að bæta á það 500kr eða svo total þá í þínar hendur komið

60þúsund

Hérna sést hvernig Þú kaupir eitthvað á €260 = 22880kr en endar svo að borga total 60þúsund krónur, og biðtíminn gæti verið frá 1-4vikur eftir hvernig er flutt

Það er hundsúrt að borga af flutning, sérstklega þegar dót er ódýrt en þungt, eða stórt

Einnig er fyndið að vera að borga vörugjald af varahlutum í bíla þar sem að það eru engir svoleiðis framleiddir á íslandi,
Ef það væri þá myndi ég skilja það að það væri verið að vernda þá framleiðendur en þetta er bara fáránlegt og sökkar

Þótt að ég hafi ekki verslað nema bara einn hlut á ebay.
Þá vil ég benda á nokkra hlutir sem ber að varast,
Lesa og skilja það sem er til sölu!! Það er það sem skal leggja mestu áherslu á,,
T,d þegar eitthvað sem lookar spennandi en er samt geðveikt ódýrt og nokkrir tímar eftir, þá er eitthvað gruggugt í gangi og ekki bjóða nema vera alveg viss um hvað er verið að biðja um



Versla frá fyrirtækjum
Þegar er verið að versla hjá fyrirtækjum þá færðu verð án vsk,, svo þarf að reikna verðið hingað komið til að vita hvað það er mikið,,

Aðeins versla við fyrirtæki,, ekki einhvern gaur sem er til í að fara útí búð fyrir þig, sérstaklega ekki þegar hann mailar þér fyrst því að hann las á forumi að þú værir að leita að þessu eða hinu og hann er til í að hjálpa, enn frekar að varast það þegar það er einhver sem þú þekkir ekki eða er ekki skráður á spjallið

Ég hef komist að því að það er hægt að gera fín kaup í B&L og TB, Bílanaust, Fálkanum og Stillingu uppá venjulega slit parta í BMW, allt tjún dót myndi ég versla aðeins frá þeim sem virkilega kunna til verka og eru hæfir til að aðstoða og dæma einstakar vörur sem þú hefur áhuga á,, t,d hvort að þessi eða hin felgan passi á bílinn eða hvað sem er..

Svo þegar á að fara kaupa eitthvað sem maður þekkir ekki nógu vel til þá er bara að spyrja hérna, ef allt er tekið samann hérna þá er búið að flytja inn allt á milli himins og jarðar hérna og allir eru til í að hjálpa

Author:  Svezel [ Thu 15. Apr 2004 16:49 ]
Post subject: 

Góður pistill hjá þér Gunni og margir góðir punktar. Margir sem klikka á öllum gjöldunum sem leggjast á hlutinn áður en þú færð hann í hendurnar og einnig gildir gamla góða reglan alltaf: ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt

Author:  arnib [ Thu 15. Apr 2004 16:59 ]
Post subject: 

Vel skrifað :)

Author:  Jss [ Thu 15. Apr 2004 19:40 ]
Post subject: 

Frábær pistill. Gott framtak. :clap::clap::clap:

Author:  ta [ Thu 15. Apr 2004 23:08 ]
Post subject: 

mikið til í þessu, maður gleymir sér alveg á
ebay og horfir bara á verðið sem hluturinn selst á.

muna að kanna hvað er í boði hér fyrst,
allavega betra þegar eitthvað kemur uppá,
að geta skilað/skipt ef keypt er hér.

góð grein.

Author:  GústiX [ Sun 02. May 2004 10:49 ]
Post subject:  innflutningur

Margir góðir punktar og margt sem ber að varast en
samt er það nú þannig að oft er hægt að gera alveg
svakalega góð kaup á t.d. eBay. Það er þó svona
frekar með með létta hluti því að eins og þú sagðir
þá kostar frekar mikið að flytja hluti eins og felgur...

En ef maður hittir á góða díla þá getur maður verið að
borga helming eða 1/3 af verðinu hérna heima
(með öllum töllum og því öllu)

Fólk virðist oft vera að selja á heildsöluprísum þarna
á eBay :)

Kv.
Gústi
http://www.hljomur.com

Author:  Tommi Camaro [ Tue 02. Nov 2004 23:58 ]
Post subject: 

sé svona eitt og annað þarna.
ég er búin að verzla mikið af netinu og af utan og hef ekki en lent í því að yfirborga. hef góða aðila í fluting og svo frm.
ég hef verzla felgur ,myndvélar,hljómtæki.aukahluti . spoilerkit, vél og margt fleira
ef ég fæ það ekki á 1/2 þá stend ég ekki í því

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/