bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Heater valve í E32
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=3150
Page 1 of 1

Author:  saevar [ Thu 23. Oct 2003 10:16 ]
Post subject:  Heater valve í E32

Mér vantar heater valve í bílinn minn. Þetta er semsagt lokanir sem stjórna því hversu mikið vatn fer inná miðstöðina.

Hérna eru myndir af þessu:
Þarna er þetta staðsett.
Síðan sjáið þið bráðabirgða lausn hjá mér þarna vinstra meginn á myndinni (kraninn) :wink:
Image
Svona líta síðan lokanir út þetta er víst ekki eins í öllum E32 en svona er þetta hjá mér.
Image

Ef að einhver á svona væri það alveg frábært. Ég er orðin svoldið leiður á að hlaupa alltaf út að skrúfa frá/fyrir þegar manni er orðið heitt/kalt. :roll:

Author:  saemi [ Thu 23. Oct 2003 10:18 ]
Post subject: 

Ég hef bara eitt að segja um svona mál.

B&L

Það er ekkert voða líklegt að þú fáir annað en stykki í svipuðu standi notað.

Sæmi

Author:  saevar [ Thu 23. Oct 2003 10:21 ]
Post subject: 

Já ég byrjaði á að fara þangað en þeir vilja bara selja mér allt unitið. Mér finnst svoldið sárt að þurfa að kaupa það ef lokanir eru bara farnir.

En ég kaupi þetta af bogl ef enginn á þetta hér.

Author:  saemi [ Thu 23. Oct 2003 10:34 ]
Post subject: 

skil þig.

Ertu búinn að prufa að fara inn á svona technical síður fyirir E32 úti?

það gæti verið að þeir viti um repair kit fyrir svona.

Sæmi

Author:  Bjarki [ Thu 23. Oct 2003 12:39 ]
Post subject: 

Þetta var bilað í mínum líka. Virkaði þannig að það kom bara heitt loft á rúðuna og fæturnar. Það eru tvær útgáfur af þessu stykki eins og þú bendir réttilega á. Annað stykkið er hægt að gera upp, taka í sundur og hreinsa og þá á það að virka. En hina týpuna er bara hægt að skipta um complete. Þetta er stykki frá Bosch ég reyndi að kaupa svona af Bosch dealer úti í Þýskalandi en án árangurs. Gat keypt þetta á 100euro hjá BMW í Þýskalandi en fannst það of dýrt! Þetta kostar skv. því um 18þús hjá B&L! Held það sé best að vera bara með gamaldags miðstöð eins og er í 518i bílnum mínum :lol:

Author:  Bjarki [ Thu 23. Oct 2003 14:47 ]
Post subject: 

Það er líka hægt að lesa fullt um þetta á http://www.thee32register.co.uk

Hérna eru líka mjög góðar upplýsingar um þetta:
http://bmwe32.student.utwente.nl/johan/water_valve.html

Author:  saevar [ Thu 23. Oct 2003 15:12 ]
Post subject: 

:shock: 18 þús ái, núna verkjar mig í budduna maður :shock:

Mér finnst alveg furðulegt að það skuli ekki vera hægt að kaupa bara lokana sjálfa í BogL þar sem þetta eru slithlutir. Alveg ætla ég að forðast það í rauðan dauðan að kaupa allt unitið.

Author:  saevar [ Thu 23. Oct 2003 15:36 ]
Post subject: 

Vei!!!!
Eftir svolitla leit þá fann ég repair kit á 34 dollara semsagt einhvern 2700 kall. :D
http://catalog.eautopartscatalog.com/zygmunt/wizard.jsp?partner=zygmunt&clientid=bimmerparts.com&baseurl=http://www.bimmerparts.com/&cookieid=12T0OL48U&year=1988&make=BM&model=735-I-002&category=R&part=Mono+Valve+Repair+Kit

Author:  Bjarki [ Thu 23. Oct 2003 18:17 ]
Post subject: 

En þú hlýtur að þurfa að vera með stykkið sem á að vera hægt að laga til að þetta gangi. Ég var ekki með stykkið sem hægt er að laga.

Author:  saevar [ Sat 25. Oct 2003 01:06 ]
Post subject: 

Stykkið sem er í linknum er akkurat það sem mér vantar.

Fór í BogL í dag þeir eru tilbúnir að selja mér allt draslið á 30þús kall.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/