bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bensíndæla f. E30 325i '89
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=28519
Page 1 of 1

Author:  ömmudriver [ Thu 03. Apr 2008 00:33 ]
Post subject:  Bensíndæla f. E30 325i '89

Ég óska hér með eftir að kaupa bensíndælu fyrir E30 325i '89.

Dælan hjá mér er undir aftursætinu og vantar mig að sjálfsögðu samskonar.


Endilega skjóttu á mig EP ef þú lumar á einu stykki :)

Author:  ömmudriver [ Thu 03. Apr 2008 22:29 ]
Post subject: 

Á engin svona kvikindi liggjandi uppí hillu eða ofan í kassa :?

Author:  Danni [ Fri 04. Apr 2008 01:25 ]
Post subject: 

Partanúmerið er 16 14 1 184 022 og samkvæmt www.bmwfans.info er sama dæla í öllum E30 með M40 og öllum E30 með M20. Þannig ef einhver á t.d. dælu úr 316 árgerð 1990+ og er að rífa hann þá á dæla úr þannig að passa!

http://bmwfans.info/part-16141184022/

Author:  Axel Jóhann [ Fri 04. Apr 2008 02:09 ]
Post subject: 

Heyrðu ég á að eiga 2stk svona, úr 316iA eða 320i og þær eru báðar í lagi. Ég get hinsvegar ekki rifið þær úr fyrr enn eftir helgi þar sem ég kem í bæjinn á morgun.

Author:  gunnar [ Fri 04. Apr 2008 08:38 ]
Post subject: 

Hvað kostar þetta nýtt? Er þetta ekki hlutur sem er gott að endurnýja, ekki líklegt að dæla úr jafngömlum 316 sé í einhverju súper ástandi.

Author:  Einarsss [ Fri 04. Apr 2008 09:32 ]
Post subject: 

fá sér walbro 8)

Author:  Axel Jóhann [ Fri 04. Apr 2008 13:06 ]
Post subject: 

Annars geturu fengið báðar dælurnar hjá mér fyrir 3000isk

Author:  ömmudriver [ Fri 04. Apr 2008 14:01 ]
Post subject: 

Axel Jóhann wrote:
Annars geturu fengið báðar dælurnar hjá mér fyrir 3000isk


Ég skal alveg taka við þeim :) Bjallaðu í mig um helgina þegar að þú verður í bænum og þá renni ég til þín með peninginn :wink:


Ný bensíndæla hjá Bull & Lygi er um 40.000 kr. og ný dæla hjá TB eru rétt rúmar 26.000.

Það er nú ekki erfitt að skipta um þessar dælur og 3000kr. er ekki mikið þannig að ég kaupi þá bara nýja dælu ef þessar klikka báðar :x :wink:

Author:  Steini B [ Fri 04. Apr 2008 21:28 ]
Post subject: 

Var verið að auglýsa Walbro dælu á 18þ. á L2C.......

Author:  ömmudriver [ Fri 04. Apr 2008 21:53 ]
Post subject: 

Steini B wrote:
Var verið að auglýsa Walbro dælu á 18þ. á L2C.......



Og þarf ekki líka að endurnýja spíssana og leiðslurnar til að höndla draslið......................

Author:  Axel Jóhann [ Sat 05. Apr 2008 03:06 ]
Post subject: 

Hver ætlar að redda málunum, nú auðvitað ég! :D :lol:

Author:  Danni [ Sat 05. Apr 2008 09:22 ]
Post subject: 

Axel Jóhann wrote:
Hver ætlar að redda málunum, nú auðvitað ég! :D :lol:


Þú varst ekki kosinn bjartasta voninn fyrir ekkert 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/