bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bremsudælur í E32 735i '89
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=20701
Page 1 of 1

Author:  ömmudriver [ Mon 05. Mar 2007 23:28 ]
Post subject:  Bremsudælur í E32 735i '89

Eins og fyrirsögnin segir þá óska ég hér með eftir nýjum/ notuðum bremsudælum að framan í sjöuna mína. Stimplarnir í dælunum sem voru í bílnum eru ryðgaðir fastir og annar einfaldlega brotnaði við ekkert átak þegar reynt var að losa hann úr annarri dælunni, s.s. dælurnar eru fallnar í valinn. Ástæðan fyrir því að ég er að leyta hér er sú að B&L er eini aðilinn sem selur þessar dælur hérna á klakanum og það nýjar að sjálfsögðu, og kostar stykkið af nýrri dælu 47.952.- ísl. kr.

Endilega ef menn annaðhvort eiga þessar dælur notaðar(og þá í uppgeranlegu ástandi) eða geta keypt þær nýjar/ uppgerðar á meginlandinu á viðráðanlegri prís en hér að ofanverðu þá bara bjalla í mig eða senda EP.

Ef þessi auglýsing skilar engu þá enda ég líklegast með því að flyja þær inn frá Bavarian Autosport á 400 $ parið.

Með von um svör,
Arnar Már
S: 692-1275

Author:  gstuning [ Mon 05. Mar 2007 23:35 ]
Post subject: 

Ertu búinn að athuga í Stillingu?
Þeir eru oft með ýmislegt bremsu dót þar.

Author:  ömmudriver [ Mon 05. Mar 2007 23:39 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Ertu búinn að athuga í Stillingu?
Þeir eru oft með ýmislegt bremsu dót þar.


Já !

Author:  srr [ Tue 06. Mar 2007 00:43 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Ertu búinn að athuga í Stillingu?
Þeir eru oft með ýmislegt bremsu dót þar.

Þeir áttu t.d. handa mér sett af Brembo diskum í 518i á 5000 kr.
Búinn að kaupa TVÖ svoleiðis núna og þeir eiga samt 5 eftir :lol:

Author:  Ómar.is [ Tue 04. Sep 2007 03:31 ]
Post subject:  Ég á bremsudælur

Ég á bremsudælur í bmw 750 ia 88 árg en er ekki viss hvort það passi..

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/