Lindemann wrote:
nohh...bara samkeppni í gangi
Nei, það er engin samkeppni í gangi á þessum bæ. Meira svona samvinna. Ef Bjarki selur hana þá á ég mína áfram og öfugt. Ég held barasta að við förum ekki á taugum yfir þessum 3000 kalli

.
Hingað til hefur það virkað fínt að selja hluti á sanngjörnu verði í þessum geira. Ef e-r vill undirbjóða annan í þessu er það algjörlega undir honum komið. En að mínu mati væri það þá bara þeirra heimska, því þá væri viðkomandi ekki að fá það fyrir hlutinn sem hann ætti að geta fengið.
Það græðir enginn á að fara að undirbjóða hvorn annan (ég er ekki að tala um að bjóða hlut á sanngjörnu verði þegar annar er að okra n.b.). Ég bíð þá bara lengur og sel næst á mínu verði, eða nota hann sjálfur þegar mig vantar hann næst. Græði ekkert á að pissa í skóinn minn til að hlýja mér í 2 mínútur
Annars fann ég mína, er með hana í bílnum mínum og er búinn að senda ep um það.