Sælir.
Var að skipta um ljós hjá mér og ég tók eftir því að mig vantar eina skrúfu í ljósið sjálft.. það er nú ekki aðal ástæðan fyrir þessum pósti.. get nú alveg reddað skrúfunni ..
Aðalatriðið er lokið sem skrúfast aftaná háuljósin, mig vantar þannig lok með tveimur plöggum aftaná.
Ég á svona lok eða hettu sem var á öðru gamla ljósinu en það er með þremur pluggum og gagnast mér lítið ef þetta á að vera eins. Reyndar er hægt að tengja það.. þriðji vírinn er bara jörð.
Sumsé, ef þú átt nýlegt ljós í E30 þá vantar mig þetta lok.
Með fyrirfram þökk, Geiri.