BirgirG wrote:
Já, ég hringi í þá og karlinn sem ég talaði við sagði að þetta væri ekki til hjá þeim.

Þessi gaur var að míga eða eitthvað þegar ég var að tala við hann, bara einhver gusugangur og læti í honum.

Þessi gaur í Bílstart er eitthvað voðalega upptekinn alltaf. Ég ætlaði að verzla við hann um daginn. Hringdi í hann og hann sagðist eiga það sem mig vantaði, sagði mér að ég gæti komið á morgun. Svo fer ég til hans og hann er ekki við. Ég prófa að hringja í hann og aldrei svarar hann símanum. Svo loksins svarar hann, óvart greinilega, því það eina sem ég heyrði var: "djö....andsk.... helv... það er enginn friður fyrir þessum helvítis síma" Svo var skellt á....
Ég hringdi ekki í hann aftur

Ég kem þarna við nokkru sinnum en hitti aldrei á hann, svo loksins hitti ég hann á staðnum og þá fer hann að leita að þessu og segir mér svo að þetta sé ekki til! ARG
Ég viðurkenni að ég varð svona nett pirraður en frekar fyndið samt
