bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

vél í e34
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=15290
Page 1 of 1

Author:  Beorn [ Sun 30. Apr 2006 14:59 ]
Post subject:  vél í e34

er með 518 e34 og vélin orðin slöpp, er einhver sem á vél í þennan bíl? hversu mikið mál er að setja m10 vél í þennan bíl?

Author:  gstuning [ Sun 30. Apr 2006 15:05 ]
Post subject:  Re: vél í e34

Beorn wrote:
er með 518 e34 og vélin orðin slöpp, er einhver sem á vél í þennan bíl? hversu mikið mál er að setja m10 vél í þennan bíl?


Þú ert með M40 í þínum
og það ætti ekki að vera flókið að setja M40 úr E30 eða kannski M42/44 úr E36

Author:  Beorn [ Sun 30. Apr 2006 15:12 ]
Post subject: 

þá er bara spurning hvort einhver sé að selja svoleiðis vél :D

Author:  Bjarki [ Sun 30. Apr 2006 18:46 ]
Post subject: 

Kannski ódýrara að kaupa nýjan knastás, "cam followers" og vökvaundirlyftur í þessa vél. Mæla þjöppuna áður. Það myndi fríska mjög mikið upp á vélina og tekur ekki langan tíma, skipta um tímareim í leiðinni.
Ekki dýrt í þetta þarna:
http://cgi.ebay.de/NEU-BMW-Nockenwelle- ... dZViewItem

Þ.e. ef maður ætlar að eiga bílinn áfram þá er kannski ekkert sniðugt að kaupa aðra vél á kannski 30-40þús ásamt því setja hana í.

Author:  Knud [ Sun 30. Apr 2006 19:01 ]
Post subject: 

Félagi minn gæti átt m10 vél handa þér í fínu standi, læt hann senda þér PM

Author:  Bjarki [ Sun 30. Apr 2006 20:33 ]
Post subject: 

m10 í e34 er e-ð sem ég myndi ekki mæla með.
Gætu komið upp vandamál með lengd á drifskafti, skiptistöng, skiptiarmi, m10 úr e28 er ekki pnp, spurning hvort vélafestingar af m40 passi beint á m10 blokk o.s.frv....

Author:  HAMAR [ Mon 01. May 2006 00:26 ]
Post subject: 

Hm... er ekki einhver að selja V12 ? ...ég segji nú bara svona. :burnout:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/