bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vantar miðstöðvarmótor í E34 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=13805 |
Page 1 of 1 |
Author: | Svessi [ Sun 05. Feb 2006 00:23 ] |
Post subject: | Vantar miðstöðvarmótor í E34 |
Vantar þetta í bílinn minn 535iA ´89 E34 Miðstöðvar mótorinn fór með látum um daginn. Veit ekki hvort það skiptir einhverju máli en þetta gamla miðstöðin, ekki digital. Og ég er með loftkælingu, það skiptir víst einhverju máli! ...notabene, ég nenni ekki að koma og rífa þetta úr bíl hjá einhverjum. Ef einhver á þetta til í þokkalegu ástandi er ég alveg til í að borga nokkrar kúlur fyrir, eitthvað sanngjarnt verð semsagt. Það kemur alveg hiti uppúr miðstöðinni, það er bara ekkert til að blása honum. Jafnvel ef einhver nennir að skipta svona hlut út fyrir mig fyrir t.d. "coke"-klippu eða nokkrar "kúlur" má hinn sá sami hafa samband við mig. Ég er með smá aðstöðu í svona verk, en er ekki mikill viðgerðarkall sjálfur. Líka ef einhver á útihitamælinn, semsagt nemann í húddinu og er til í að láta það á lítið. Endilega hafið samband við mig í EP (einka-póst) og skiljið eftir símanúmer. Það er í rauninni alveg ómögulegt að keyra bílinn í svona, sérstaklega í rigningunni sem hefur verið undanfarið. Ég veit alveg að ég er búinn að vera vinna hjá Vöku og þeir eru búnir að vera með svona bíla í portinu. Málið er bara að þetta sem mig vantar er ekki til eins og er. Ég veit hvað þetta kostar hjá B&L, það þarf bara að panta þetta og það tekur 7-10 daga og er pínulítið dýrt, en ég enda sennilega á að panta þetta hjá B&L ef ég finn þetta ekki einhverstaðar annarsstaðar. Á reyndar eftir að tala betur við hann í TB. |
Author: | srr [ Sun 05. Feb 2006 00:42 ] |
Post subject: | |
Það er nóg til af varahlutum í E34 á meðal meðlima kraftsins svo þú ættir ekki að þurfa að leita á náðir B&L held ég ![]() |
Author: | Geirinn [ Sun 05. Feb 2006 03:32 ] |
Post subject: | |
Nokkrar kúlur væru víst nokkrar millur ... nema þú sért að tala um nammikúlur ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Sun 05. Feb 2006 16:58 ] |
Post subject: | |
Já eða bara ellur ![]() |
Author: | Angelic0- [ Sun 05. Feb 2006 17:08 ] |
Post subject: | |
Jón Ragnar wrote: Já eða bara ellur
![]() "Takes one to know one!" en já, kúlur.. eru þær ekki að ganga á þetta 2-4kallinn ? |
Author: | Svessi [ Wed 15. Feb 2006 02:14 ] |
Post subject: | |
Er virkilega enginn sem á þetta fyrir mig? Bara please látið mig vita ef þið vitið hvar ég get þá fengið þetta, mig eiginlega bráðvantar miðstöðina. |
Author: | Danni [ Wed 15. Feb 2006 03:48 ] |
Post subject: | |
Það er nú einn E34 uppí Vöku núna, 525, spurning hvort miðstöðin er í lagi þar og með AC. En það ætti víst ekki að skipta neinu máli, það er farið svo illa með bílana þarna. Kom um daginn E32 735i (bsk) og body-ið var ekkert smá heilt og núna er hann bara með 2 bíla ofaná sér og búið að STÚTA framendanum! Ég hefði vel borgað 15þús fyrir þann bíl bara svo hann færi ekki uppí Vöku! |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |