bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar dempara á 318is E30
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=11864
Page 1 of 1

Author:  H bmw318is [ Tue 27. Sep 2005 17:06 ]
Post subject:  Vantar dempara á 318is E30

Vantar dempara á bmw 318is. Þeir eru sverari en á venjulega 318 bílana. Er einhver sem veit hvar er hægt að fá parið undir 80.000 krónum!!

Author:  jens [ Tue 27. Sep 2005 17:46 ]
Post subject: 

Hvernig væri að fá tölu frá því sómafyrirtæki GStuning í bæði gorma og dempara, er viss um að það er ódýrara hjá þeim heilt kerfi.

Author:  arnib [ Wed 28. Sep 2005 03:24 ]
Post subject: 

Sammála síðasta ræðumanni!

Dempara par á 80.000 kr er nú meiri vitleysan!

GSTuning selur KW kerfi sem mig minnir að kosti um
60 þúsund, fyrir 4 dempara + 4 gorma.

Síðan er ebaymotors.de er gommu af þessu leiti maður
undir réttum skilyrðum - og margir til í að shippa í evrópu!

Hérna er eitt dæmi um kerfi á ebay á 219 EUR.
Shipping virðist vera 30 EUR.

Ég er ekki viss hver tollurinn á svona er, en það er öruggt mál að þú þarft
að borga virðisauka skatt.
Ef við segjum að tollur sé 13% getum við notfært okkur bmwkrafts innflutningsreiknivélina
góðu með því að þykjast vera að flytja inn Pallbíl (13% tollur)
og fáum þá út 48.489 ISK með tolli og vaski og öllu saman.

Þetta er auðvitað ekki nákvæmlega rétt tala, því að maður þarf stundum
að borga einhver auka gjöld á pósthúsinu, og 13% tollur er líklega ekki rétt.
Aftur á móti er þetta örugglega ekki langt frá réttri tölu!

Author:  gstuning [ Wed 28. Sep 2005 09:17 ]
Post subject: 

Svo er gott að geta skilað þessu locally ef þetta er gallað, í stað þess að sitja uppi með þetta.

Author:  Prawler [ Wed 28. Sep 2005 11:38 ]
Post subject: 

TB seldu mér góða ódýra dempara undir minn 730.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/