bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bílskúrshurðaopnarafjarstýring
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=14&t=10295
Page 1 of 1

Author:  zazou [ Wed 27. Apr 2005 21:17 ]
Post subject:  Bílskúrshurðaopnarafjarstýring

Ég er í þeirri furðulegur aðstöðu að fjarstýringin mín virkar ekki með lokinu á, einungis þegar hún er "nakin". :evil:

Því langar mig að prófa hvort önnur fjarstýring virki og auglýsi hér með eftir svona fjarstýringu eins og er á myndunum.
Image
Image
Image

Author:  Dr. E31 [ Wed 27. Apr 2005 23:13 ]
Post subject: 

Geturðu ekki bara keypt nýja sem er hægt að forrita inn á sömu tíðni?

Author:  zazou [ Wed 27. Apr 2005 23:17 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
Geturðu ekki bara keypt nýja sem er hægt að forrita inn á sömu tíðni?

Eflaust, en opnarinn sjálfur hefur verið að stríða mér og ég er að beita útilokunaraðferðinni fyrst.

Author:  Svezel [ Wed 27. Apr 2005 23:26 ]
Post subject: 

ertu búinn að skoða rásina í fjarstýringunni eitthvað?

gæti t.d. bara verið smá sambandsleysi eða slappur þéttir sem má skipta út fyrir nokkrar krónur.

Author:  zazou [ Wed 27. Apr 2005 23:28 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
ertu búinn að skoða rásina í fjarstýringunni eitthvað?

gæti t.d. bara verið smá sambandsleysi eða slappur þéttir sem má skipta út fyrir nokkrar krónur.

Ég er software gaur, hef engan grunn í hardware :oops:
Er þetta eitthvað sem óbreyttur eins og ég get skoðað/mælt?

Author:  Svezel [ Wed 27. Apr 2005 23:34 ]
Post subject: 

ættir að sjá nokkuð auðveldlega hvort lóðning er einhvers staðar orðin léleg upp á sambandsleysið að gera en það er kannski erfiðara að mæla t.d. þétta án réttu græjanna.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/