Þetta er draslið sem hurðin festist í, ekkert voðalega flókið.
á þessu drasli er lítill pinni úr plasti sem eyðist oft upp og þá nær hurðin ekki að ýta honum inn.
Þegar þessum pinna er ýtt inn, þá fara rúðurnar alveg upp og ljósin inní bílnum slökkna. held þetta bili mest ef það er frost, skeði fyrir mig í vetur. Hrikalega pirrandi, alltaf ljós og rúðan 0,5 cm niðri eða alltaf að opnast og lokast þegar maður var að keyra
Ég held að það sé skynsamlegast að kaupa nýtt í B&L, getur varla kostað mikið...
Ég reddaði mér með því að teipa utanum þetta drasl sem hurðin læsist í
