bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
óska eftir e34 525i-535i https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=13&t=9227 |
Page 1 of 2 |
Author: | zneb [ Tue 08. Feb 2005 15:36 ] |
Post subject: | óska eftir e34 525i-535i |
Óska eftir e34 525i fyrir 5-600þús stgr. Verður að vera svartur, beinskiptur og 91+ módel. Hafið samband hér eða í síma 865-9599 |
Author: | zneb [ Fri 18. Feb 2005 17:44 ] |
Post subject: | |
Smá uppfærsla. Er líka til í 530-535i e34 og má þá vera eldri en ´91. Skoða líka eldri 525i e-34 En beinskipting og svart lakk er möst! Og þeir meiga vera ódýrari en 5-600þús ![]() Það væri síðan fínt ef þið gætuð látið mig vita hér ef þið sjáið svona bíla á bílasölum þar sem ég fer nánast aldrei á bílasölurúnt en kíki oft hingað ![]() |
Author: | Eggert [ Fri 18. Feb 2005 18:31 ] |
Post subject: | |
Afhverju reyniru ekki að falast eftir bílnum sem Schnitzerinn flutti inn? Það sakar ekki að spurja hvort hann sé til sölu, en sá bíll var einmitt svartur, beinskiptur, tuddaður og með toppara ef ég man rétt. |
Author: | saemi [ Fri 18. Feb 2005 19:10 ] |
Post subject: | |
Félagi bróður míns á þann bíl einmitt. Hann var að auglýsa eftir rúðu hérna um daginn. En sá bíll er dýrari en 600 þús. |
Author: | zneb [ Fri 18. Feb 2005 19:15 ] |
Post subject: | |
Hann var mikil pæling á sínum tíma en aðeins of dýr þá. Semsagt þessi: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7173 Væri vel til í að skoða hann núna en heyrði samt að núverandi eigandi hefði slædað á kant fljótlega eftir að hann fékk bílinn og tjónað felguna allverulega en samt keyrt á henni í góðan tíma laskaðri ![]() Bíllinn átti semsagt að hafa fengið frekar slæmt orð á sig og fáir sem vilji því kaupa hann í kjölfarið er mér sagt. Síðan virtist eigandinn ekkert geta sagt um hvort það væri e-ð til að staðfesta þessa km-tölu (eigendaferill, þjónustubók eða e-ð þess háttar). Er samt til í að skoða þann bíl. Held að ég hafi reyndar séð hann um daginn (allavega var sá með svona afturljós) og þá sýndist mér hann vera á koppum. En já, ef einhver þekkir til þanns sem á bílinn eða einhvers sem á bíl sem fellur undir þá sem ég er að leita að, þá væri vel þegið ef viðkomandi gæti látið mig vita hér eða í símanúmerinu hér fyrir ofan ![]() Síðan væri ég líka til í að skoða þennan 535i ef einhver veit hvað varð af honum: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7506 Er einhvern veginn að verða hrifnari og hrifnari af 535i ![]() |
Author: | zneb [ Fri 18. Feb 2005 19:20 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Félagi bróður míns á þann bíl einmitt. Hann var að auglýsa eftir rúðu hérna um daginn. En sá bíll er dýrari en 600 þús.
Já mig grunaði einmitt að hann væri aðeins dýrari þannig að ég þarf að skoða það mál. Mátt samt alveg tékka svona uppá gamanið hvort hann sé að hugsa um að selja á næstunni. |
Author: | Einsii [ Fri 18. Feb 2005 19:52 ] |
Post subject: | |
Hvað seigiru, enn voða fastur á þessu með litinn ? Ég hef annars flott eintak fyrir þig 535i BSK Og verðið getur variað eftir hvað þú villt gera í felgumálum ![]() |
Author: | saemi [ Fri 18. Feb 2005 20:14 ] |
Post subject: | |
Blessaður vertu, þessi 535i bíll er akkurrat það sem þig vantar! ÞÓ að hann sé ekki svartur. Miklu betra að þrífa bíla sem eru ekki svartir. |
Author: | zneb [ Fri 18. Feb 2005 20:48 ] |
Post subject: | |
Já veistu, ég er ennþá frekar fastur á litnum þótt að, eins klikkað og þetta kann að hljóma, ég sé nú farinn að pæla í bíl sem er 2falt meira ekinn og verr búinn en þinn fyrir það að vera svartur ![]() Ég einfaldlega dýrka að bóna og þrífa svarta bíla enda fékk svarti benzinn hennar mömmu nánast aldrei að verða óhreinn þegar ég var alltaf á honum áður en ég eignaðist bílinn minn og alltaf með góða bónhúð. Hugsa að fólki hafi farið að finnast ég hálf klikkaður því það mátti varla sjást örlítið ryk á benzinum á sumrin því þá var ég farinn útá þvottaplan að þvo ![]() ![]() En já, það er kannski auðveldara að halda d-bláum bíl "hreinum" en mér finnst bara þess virði að halda svörtum bíl hreinum og með sem mest "swirl free" lakk. Það sést þá allavega hversu vel það er hugsað um lakkið og þá kanski bílinn í leiðinni. Og ef þið viljið sjá hvað ég get verið smámunasamur á þrif, kíkið þá á http://www.bettercarcare.com. Gaurinn þar er idolið mitt í bílaþrifsmálum ![]() En ég hef þinn samt alltaf í huga. Greinilega eðaleintak! En næsta bíl ætla ég að eiga í þónokkurn tíma og ég ætla því að skoða möguleikana aðeins betur þar sem ég á gott eintak af sunny gti (believe it or not) sem dugir vel þangað til ég finn þann rétta eða þá að ég gefst upp á þessari litadýrkun minni og versla þinn ![]() |
Author: | Einsii [ Fri 18. Feb 2005 20:55 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Blessaður vertu, þessi 535i bíll er akkurrat það sem þig vantar!
ÞÓ að hann sé ekki svartur. Miklu betra að þrífa bíla sem eru ekki svartir. Og þetta er maðurinn sem ætti með réttu að vera með BMW logo á enninu ![]() ![]() |
Author: | svavar [ Sun 20. Feb 2005 02:25 ] |
Post subject: | |
zneb wrote: Væri vel til í að skoða hann núna en heyrði samt að núverandi eigandi hefði slædað á kant fljótlega eftir að hann fékk bílinn og tjónað felguna allverulega en samt keyrt á henni í góðan tíma laskaðri ![]() Bíllinn átti semsagt að hafa fengið frekar slæmt orð á sig og fáir sem vilji því kaupa hann í kjölfarið er mér sagt. Síðan virtist eigandinn ekkert geta sagt um hvort það væri e-ð til að staðfesta þessa km-tölu (eigendaferill, þjónustubók eða e-ð þess háttar). Er samt til í að skoða þann bíl. Vá maður verður greinilega að passa sig hvað maður segir við fólk. Ég rispaði felguna aðeins þegar ég var að bakka í stæði sem er leiðinlegt en við því er ekkert að gera nema kaupa nýja, hann er á koppum núna því að kaupa vetrardekk undir 17" rondel felgurnar er ekki að fara að gerast $$$,, Quote: Síðan virtist eigandinn ekkert geta sagt um hvort það væri e-ð til að staðfesta þessa km-tölu (eigendaferill, þjónustubók eða e-ð þess háttar).
Ef þetta á að vera ég? núverandi eigandi get ég sagt þér alla þessa hluti en bíllinn er ekki til sölu. ![]() ![]() |
Author: | IceDev [ Sun 20. Feb 2005 02:42 ] |
Post subject: | |
Held að þetta sé ekki mjög traustvekjandi undirskrift þegar að þú ert að leiðrétta hann ![]() |
Author: | zneb [ Sun 20. Feb 2005 18:38 ] |
Post subject: | |
Já, enda heyrði ég þetta bara, reyndar frá félaga mínum sem ég trúi nokkuð vel og sagðist hafa horft á felguna víbra allverulega þegar hann keyrði á eftir þér. En ég ætla ekkert að segja neitt meira um þetta þar sem ég veit svo sem voða lítið um það og það getur vel verið að þetta sé bara rugl. Annars skil ég vel að þú sért með hann á koppum núna fyrir vetrardekkin enda ekki beint sniðugt að vera á svona felgum á veturna í tjörunni og vibbanum ![]() Og já, semsagt þá var spurt að þessu með kílómetratöluna, eigendaferil o.þ.h á sölusíðunni fyrir bílinn og svaraði þáverandi eigandi því ekki þannig að ég hefði nú haldið að flestir tækju því þannig að slíkt væri ekki fyrir hendi. En það er þá bara misskilningur hjá mér ![]() |
Author: | zneb [ Sun 20. Feb 2005 18:42 ] |
Post subject: | |
Einsii wrote: saemi wrote: Blessaður vertu, þessi 535i bíll er akkurrat það sem þig vantar! ÞÓ að hann sé ekki svartur. Miklu betra að þrífa bíla sem eru ekki svartir. Og þetta er maðurinn sem ætti með réttu að vera með BMW logo á enninu ![]() ![]() Fannst einmitt að það mætti massa hann af myndunum að dæma ![]() |
Author: | zneb [ Wed 23. Feb 2005 22:11 ] |
Post subject: | |
Veit enginn um þennan svarta 535i hér fyrir ofan eða einhvern eins/svipaðan til sölu?? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |