bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW (E21) 320i eða 323i - árgerð 1979-1980 ÓSKAST!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=13&t=7857
Page 1 of 1

Author:  Niel [ Wed 20. Oct 2004 15:29 ]
Post subject:  BMW (E21) 320i eða 323i - árgerð 1979-1980 ÓSKAST!

Sælir Bimma menn!

Ég er að leita mér af BMW (E21), 320i eða 323i árgerðir 1979 til 1980.
Bílinn má eðlilega þarfnast lagfæringa, ég er að leita mér að svona "Pet-Projecti" sem hægt er að eyða næstu árum eða áratugum í að halda við, klappa og strjúka.

Ef þið eigið eða vitið um svona bíl, endilega látið mig vita.

p.s. ég átti BMW 323i (E21) - númerið á honum var minnir mig Ö-2330, ekki væri verra að finna hann....

Author:  jens [ Wed 20. Oct 2004 16:10 ]
Post subject: 

Það eru ekki margir 323i bílar eftir og ég held að það sé ekki til neinn 320 (ekki til i) það er helst hjá þér að taka td. 316 eða 318i og byggja á þeim.
Það er til eitthvað af þeim ennþá.

Author:  Guest [ Fri 26. Nov 2004 19:52 ]
Post subject: 

Ég átti ö2330 92-93 eða fast.nr GP-537 ágætis bíll með kamei kitti ofl.
hans helsti löstur var 4gíra kassi sem skilaði honum ekki í nema 180. en
hvað sem því líður þá reyndi ég að eignast hann aftur þegar hann var
skráður á Vökuuppboð í kringum 98-99 en bíllinn birtist aldrei, heldur ekki á síðari uppboð, líklega vel falinn í einhverri geymslu...En þessir bílar
leynast víða, bara að finna þá, keypti reyndar einn á Akureyri í nóvember
fyrir félaga minn að vísu 316 en algerlega óskemmdur af Reykvísku salti og ógeði, alltaf átt heima á akureyri og nágrenni skoðaðan án athugasemda 05 á skít á priki, nú ef þolinmæði brestur þá flytja svoleiðis bíl inn, að vísu ekki ódýrir í Þýskalandi og nágrenni þar sem E21 er orðinn klassiskur bíll fyrir svolitlu síðan... En það er minn draumur meðal annars.. :)

Author:  Djofullinn [ Fri 26. Nov 2004 20:07 ]
Post subject: 

Þú mátt fá annan minn

Author:  Guest [ Fri 26. Nov 2004 20:44 ]
Post subject: 

Er annar hvor þinn til sölu? einhverjar nánari upplýsingar um þá?

Author:  Djofullinn [ Fri 26. Nov 2004 22:12 ]
Post subject: 

Anonymous wrote:
Er annar hvor þinn til sölu? einhverjar nánari upplýsingar um þá?

Já þar sem nágranni minn var að kvarta yfir bílaflóðinu sem ég er með heima þá þarf ég að fara að losa mig við eitthvað af þessu....

Þetta er s.s '81 323i E21 Svartur. Lækkunargormar. Gas demparar. Mjög Solid í akstri þegar ég keyrði hann.
Bíllinn er VEL ryðgaður en það er alveg hægt að laga hann, sérstaklega ef menn eru að tala um að eyða einhverjum árum í þetta.
Aðallega eru það sílsarnir sem eru horfnir. Botninn er ekkert svo hræðilegur, mikið bættur með blikki.
Mikið upptekin vél í honum, renndur sveifarás, nýjar legur, ný olíudæla, nýir stimpilhringir, nýir ventlar, stýringar og þéttingar, ný tímareima, hjól og strekkjari, heddið var planað en hafði verið planað áður þannig að það næst ekki hersla. Nýtt ónotað hedd fylgir með, sennilega 30k kr virði.
Það er 5 gíra kassi í honum. Soðið drif :?

Það sem ég er búinn að hirða er:
Mælaborð (clusterinn), speglar, spoilerkitt, felgur + dekk, stýri, gírhnúð, skipta um hurðaspjöld, skipta um bremsudiska að framan.



Ég hirði allt lauslegt af honum og fer með hann í losun og fæ 10k ef hann selst ekki. Þannig að verðið er 20k

Author:  oskard [ Fri 26. Nov 2004 22:16 ]
Post subject: 

hann þarf að vera 88 árgerð ef þú æltar að fá 10kall fyrir að henda honum.....

Author:  Djofullinn [ Fri 26. Nov 2004 22:33 ]
Post subject: 

oskard wrote:
hann þarf að vera 88 árgerð ef þú æltar að fá 10kall fyrir að henda honum.....

ANDSKOTAND HELVÍTIS DRASL! :evil: Jæja þá geri ég bara eitthvað sniðugt við hann

Author:  Djofullinn [ Fri 26. Nov 2004 22:48 ]
Post subject: 

Þetta er umræddur bíll btw

http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/i=wMzIwMzcwNnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D.jpg

Author:  gunnar [ Sat 27. Nov 2004 00:50 ]
Post subject: 

Búinn að af-neona hann :lol:

Author:  Djofullinn [ Sat 27. Nov 2004 01:45 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Búinn að af-neona hann :lol:

Já Dabbi var búinn að því áður en ég keypti hann :)

Author:  Gunni [ Sat 27. Nov 2004 10:43 ]
Post subject: 

oskard wrote:
hann þarf að vera 88 árgerð ef þú æltar að fá 10kall fyrir að henda honum.....


Meira að segja '89 á þessu ári og '90 á næsta ári. Þeir borga bara fyrir 15 ára bíla og yngri.

Author:  Twincam [ Sat 27. Nov 2004 16:41 ]
Post subject: 

Nei.. er það ekki árið 1988 sem þeir miða við?

Því að núna borgar maður sérstakt úrvinnslugjald á hverju ári og á meðan ég er búinn að vera að borga það, þá vil ég fá minn 10.000kall fyrir helvítis drusluna ef ég hendi henni... :evil:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/