takk fyrir það sveinbjörn.
úff hestaflatölur.. mér er alltaf nett illa við að vera skjóta eitthvað, en þetta telst nú bara voða melló m.a marga bíla í dag.
en þetta head/cam combó sem var keypt á að vera 400rwhp pakki. og ég hef spjallað töluvert við nokkra stráka sem keyptu sama pakka úti og fengið að skoða gröf og þeir eru í áætluðum hestaflatölum. sá sem var með líkasta set-up-ið og ég var að ná einhverjum rúmum 420rwhp með dyno-tune, (sem er töluvert hærra í sveif)
svo er nitro kerfið með 50-200hö jettum, en ég ætlaði mér að skjóta 150hö og er bensín/kveikja og flr mappað eftir því.
en það er síðan annað mál að það má helling bauka við þennan mótor í viðbót t.d bara með kambásskiptum,
ég valdi viljandi frekar melló kambás í hann, þar sem ætlunun var alltaf að fá bíl sem væri skemmtilegur í akstri frekar en aðeins flr hö á efstu snúningunum, slatti af togi á neðra bandinu, hann ætti svo að virka skemmtilega með gasinu þar sem ásinn er kominn á vinnslusviðið þegar gasið kemur inn, auk þess sem mótorinn er með ansi háa þjöppu (11.4:1 vilja menn meina) sem er gott fyrir gasið.
þetta er svo sannarlega ekki mesta græjan á götunum, og í neinni keppni um að vera það, en hann ætti að geta kallast vel græjaður götubíll og bíll sem er skemmtilegt að taka út úr skúrnum og taka rúnt með brennandi afturdekk og nóg af látum
