bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 M5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=13&t=35118
Page 1 of 6

Author:  Austmannn [ Wed 18. Feb 2009 22:19 ]
Post subject:  E39 M5

Óska eftir ónauðguðum E39 M5, litur og annað skiptir mig ekki máli, bara að það sé í lagi með græjuna.

Ekki skemmir fyrir að það sé lán á bílnum sem hægt er að yfirtaka.

Bara til að svara Alpina hvort ég sé að svíkja Benz, þá er svarið nei, elska þá jafn mikið og daginn sem við spyrntum forðum daga :) (Enda á ég einn ennþá)

Verð bara að skoða hvað þið Sæmi sjáið svona við þessa bíla.

mkv. Ófeigur Austmann Gústafsson

Author:  Austmannn [ Fri 20. Feb 2009 16:11 ]
Post subject: 

upp með þig, hvað eru allir M5 eigendur sem voru í söluhugleiðingum hættir við ?

Author:  ValliFudd [ Fri 20. Feb 2009 16:36 ]
Post subject: 

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=30589

Landsins fegursti og flottasti (fyrir utan Onno að sjálfsögðu) er til sölu... Auðvitað stekkurðu á hann! 8)

Author:  Austmannn [ Sun 22. Feb 2009 02:30 ]
Post subject:  Re: E39 M5

Fyrir 3+..neibb

Author:  Angelic0- [ Sun 22. Feb 2009 14:42 ]
Post subject:  Re: E39 M5

Austmannn wrote:
Fyrir 3+..neibb


Eru menn ekki að skilja hvað þeir eru að borga fyrir þarna :?:

Author:  Austmannn [ Sun 22. Feb 2009 16:38 ]
Post subject:  Re: E39 M5

Jú vissulega, nákvæmlega milljón meira en það sem ég þarf að borga. Mér er nákvæmlega sama hver átti bílinn, ég ætla ekki að borga 1.000.000kr fyrir það að hann sé rauður, eða að Sæmi hafi flutt hann inn. Gamli fart er til sölu á 2,4mkr, ekkert síðri bíll.

Author:  Hreiðar [ Sun 22. Feb 2009 18:39 ]
Post subject:  Re: E39 M5

viewtopic.php?f=10&t=32322

Myndi skoða þennan, mjög flottur 8)

Author:  íbbi_ [ Mon 23. Feb 2009 13:24 ]
Post subject:  Re: E39 M5

Austmannn wrote:
Jú vissulega, nákvæmlega milljón meira en það sem ég þarf að borga. Mér er nákvæmlega sama hver átti bílinn, ég ætla ekki að borga 1.000.000kr fyrir það að hann sé rauður, eða að Sæmi hafi flutt hann inn. Gamli fart er til sölu á 2,4mkr, ekkert síðri bíll.




alveg sammála þér, fallegur bíll en 3m+ er útí hött

Author:  saemi [ Mon 23. Feb 2009 15:16 ]
Post subject:  Re: E39 M5

íbbi_ wrote:
Austmannn wrote:
Jú vissulega, nákvæmlega milljón meira en það sem ég þarf að borga. Mér er nákvæmlega sama hver átti bílinn, ég ætla ekki að borga 1.000.000kr fyrir það að hann sé rauður, eða að Sæmi hafi flutt hann inn. Gamli fart er til sölu á 2,4mkr, ekkert síðri bíll.




alveg sammála þér, fallegur bíll en 3m+ er útí hött


Hvernig væri að opna augun aðeins.

Skiptir ekki máli hvað bíl verið er að tala um, hvort það er minn eða einhver annar.

EN...

Að segja að það sé út í hött að kaupa M5 á 3 millur (ég er nokkuð viss um að þessi rauði fer dálítið undir 3 borgað á borðið) miðað við að kaupa annan á 2.4 er ekki heilbrigður hugsunarháttur að mínu mati.

Þetta fer allt eftir ástandi bílsins og sögu.

Ég er búinn að segja þetta áður, en hvernig væri að reikna inn í dæmið bremsur og dekk (ábyggilega nálægt 500 þúsundunum eins og gengið er í dag) ásamt fleiru viðhaldsdæmi og almennu ástandi bílsins. Þið eruð kannski voðalegir spaðar að kaupa M5 fyrir 2.4, helst á yfirteknu láni og ætla svo að komast upp með að reka bílinn með að bæta á hann bensíni og mesta lagi olíu í viðbót við það.

Sorrí en það er bara liðin tíð að það sé hægt með svona bíl. Núna eru þessir bílar flestir búnir að vera reknir þannig í nokkur ár svo það er komið að skildadögum núna. ÞAÐ KOSTAR að eiga og reka svona bíl. Að horfa á 2.4 sem betri kost en 2.8-2.9 er bull. Þetta fer BARA eftir ástandi bílsins. 4-500 þúsund er MJÖG fljótt að skila sér í betra eintaki. Þetta er ekki 10 ára 525 með M50 sem þið eruð að tala um, þetta er E39 M5.

Author:  20"Tommi [ Mon 23. Feb 2009 15:38 ]
Post subject:  Re: E39 M5

Ég á einn sem er alveg þokkalegur.með fullt af nýju dóti og mjög vel með farinn.

verst að ég kunni ekki að setja mynd inn hérna ...en þetta er GU -P07 2001

Author:  Kull [ Mon 23. Feb 2009 16:21 ]
Post subject:  Re: E39 M5

Engin spurning að ástand bílsins skiptir öllu máli þegar menn eru að skoða E39 M5. Ég einmitt skoðaði þetta töluvert og ákvað síðan að kaupa núverandi bíl einmitt útaf því að hann var í mjög góðu standi, nýkominn úr Inspecion 2 og fleira.

Enda hefur það borgað sig hingað til allavega, hef ekki þurft að láta gera neitt við hann.

Author:  20"Tommi [ Mon 23. Feb 2009 16:34 ]
Post subject:  Re: E39 M5

Mæli samt með þvi að fá sér facelift bíl ...ekki bara vegna útlits heldur er vélinn í þeim bílum mun betri.

Brennir minni oliu og bilar minna.

Author:  20"Tommi [ Mon 23. Feb 2009 16:38 ]
Post subject:  Re: E39 M5

Aldrei hefur mér þótt fallegt þegar að bílar eru málaðir að innan með sama lit og lakk er .

Soldið svona Hondu eitthvað rice dæmi...! á ekki við ...min skoðun

Author:  Austmannn [ Mon 23. Feb 2009 18:01 ]
Post subject:  Re: E39 M5

20"Tommi wrote:
Mæli samt með þvi að fá sér facelift bíl ...ekki bara vegna útlits heldur er vélinn í þeim bílum mun betri.

Brennir minni oliu og bilar minna.


ertu þá að meina 2000 módelið?

Author:  Mánisnær [ Mon 23. Feb 2009 20:16 ]
Post subject:  Re: E39 M5

seinna árs 2000+

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/