bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW á sirka 800þúsund KR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=13&t=2867
Page 1 of 3

Author:  Jón Ragnar [ Tue 30. Sep 2003 22:13 ]
Post subject:  BMW á sirka 800þúsund KR

Ég er tilbúinn að skoða allt :D just show me what you guys got :lol:

Author:  bebecar [ Tue 30. Sep 2003 22:55 ]
Post subject: 

Þú getur sko fengið minn á 800 þúsund! :wink:

Author:  Jón Ragnar [ Wed 01. Oct 2003 06:41 ]
Post subject: 

og fullt skott af gulli ? :D :lol:

Author:  bebecar [ Wed 01. Oct 2003 09:37 ]
Post subject: 

Já... þú getur fengið hann með fullu skotti af gulli líka! En þá keyrir þú hann væntanlega ekki mikið!

Image

Hvenær viltu skrifa undir? :lol:

Author:  hlynurst [ Wed 01. Oct 2003 11:57 ]
Post subject: 

Ertu búinn að kíkja á bílinn sem Sæmi er að selja? 525 bílinn...

Author:  bebecar [ Wed 01. Oct 2003 12:07 ]
Post subject: 

Ég er búin að kíkja á hann já.... hann lítur mjög vel út fyrir utan slæma viðgerð á húddi. Hann er pottþétt peninganna virði...

Author:  Jón Ragnar [ Wed 01. Oct 2003 20:21 ]
Post subject: 

er dolldið skotinn í honum :D

Author:  bebecar [ Thu 02. Oct 2003 14:59 ]
Post subject: 

Hann virðist mjög góður og fínt hljóð í vélinni.

Að hverju ertu helst að leita....?

Author:  Jón Ragnar [ Fri 03. Oct 2003 06:44 ]
Post subject: 

dunno bara E34 eða E36 :) einhverri hárri tölu bara :P

Author:  jonthor [ Sat 04. Oct 2003 16:57 ]
Post subject: 

Sæll

Ég er að selja minn og er tilbúinn að lækka hann vel fyrir staðgreiðslu. Ég keypti hann á 1400k fyrir 5 mán. og ætlaði að reyna að fá sama fyrir bílinn. Ég ætla að reyna að selja bílinn sem fyrst. Ég er tilbúinn að láta hann á 1200k á borðið. Þekkirðu ekki bílinn, þetta er 323ic '96 ekinn 127k, hérna eru upplýsingar:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=1414

Ég veit að þetta er hærra en þú varst að spá en þetta er ótrúlega góður bíll á mjög góðu verði af því að ég þarf að selja hann sem fyrst.

kv.
JÞS

Author:  Jss [ Sat 04. Oct 2003 17:08 ]
Post subject: 

Get staðfest að bíllinn hans Jonthor er góður, sér ekki á honum og er í raun eins og nýr að utan sem innan, rosalega gott eintak og báðir fyrri eigendur að bílnum konur.

Author:  Haffi [ Sat 04. Oct 2003 17:45 ]
Post subject: 

Hvernig innrétting er í honum ?! :hmm:
Er digital miðstöð, hiti í sætum, lalala ? :)

Author:  jonthor [ Sun 05. Oct 2003 11:26 ]
Post subject: 

Ekki digital miðstöð og ekki hiti í sætum, innanrýmið er sportsæti, sóllúga og leðurstýri. Fyrir utan þetta þá er vetrarpakki í bílnum (hiti í læsingum) og hann er að sjálfsögðu á orginal BMW felgum. Góð vetrardekk fylgja bílnum og 2 af sumardekkjunum eru mjög góð en hin 2 þarf að skipta um fyrir næsta sumar (fyrri eigandi var greinilega ekki nógu duglegur að skipta á milli fram og afturhjóla).

kv.
JÞS

Author:  hrannsi [ Mon 06. Oct 2003 10:38 ]
Post subject: 

Hvernig litist þér á 320i ´94 fyrir 800 kall. toppeintak 16" álf. hiti í sætum
ný búið að skipta um dempara allan hringinn ek. 137 þ.km.
hafðu samband í s:898-6859

Author:  Jón Ragnar [ Tue 07. Oct 2003 18:52 ]
Post subject: 

er helst að leita mér af stærri bíl t.d. E34, jafnvel E23 :twisted:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/