Sæll, ég á BMW 540 E34 '94 módel ekinn um 195 þús á boddý sem verður til sölu í lok sept, byrjun október. Hann er reyndar bilaður núna greyið, nikasil vandamálið í blokkinni þannig að hann þjappar ekkert á 2cyl
Bjarki hérna á spjallinu er að fara flytja inn vél fyrir mig frá þýskalandi, sem er ekin 143 þús, bíllinn verður seldur í topp standi. Skipt um olíu á skiptingu, síur og svo framvegis. Það eina sem ég get sagt að verði ekki perfect er lakkið á skottinu og toppnum örlitlar ryðbólur, en engan veginn alvarlegt sést bara ef þú skoðar það grannt.
Þessi bíll er vel útbúinn, allt rafdrifið(meira að segja stýrið) cruise control, magasín í skottinu, topplúga, leður, 6 diska magasín í skottinu, símatengi (ásamt ótengdum síma)og svo framvegis, hann er á flottum 17" felgum á mjög góðum michelin sumardekkjum
Ég flutti þennan bíl inn frá usa í fyrra tjónaðan að framan, vil taka það skírt fram að þetta var tjón var djók, skipti um húdd og grill og 1x ljós og skipti því reyndar bara fyrir 6cyl framenda (húdd og grill)
fékk 4 athugasemdir í þessarri góðu skoðun og það er búið að laga það allt saman.
Hérna eru 2 myndir sem ég á af honum:
http://pic20.picturetrail.com/VOL1250/4 ... 684636.jpg
http://pic20.picturetrail.com/VOL1250/4 ... 685332.jpg
Miðað við það að bíllinn myndi seljast með þessum 6cyl framenda er ég að biðja um 650.000 krónur staðgreitt, sem er í raun og veru ekkert verð fyrir bíl í toppstandi og að sjálfsögðu verður hann með blingin 08 miða, svo á ég einnig 15" álfelgur sem geta fylgt með