elli wrote:
X-ray wrote:
Vaff_Átta wrote:
Innréttingin er Leður/Alacantra(rússkinn)
Alacantara og rússkinn er sitthvor hluturinn
Hver er munurinn? ég hélt að þetta væri það sama það er, Alcantara væri rússkinn unnið á annann hátt. Please explain Mr. X-ray
Þar sem þetta kemur starfi mínu við þá kannast maður aðeins við þetta.
Var einmitt núna í gær að tala við einn mann sem vinnur hjá fyrirtækinu og spurði hann hví þeir nota alcantara í ákveðinn tilgang en ekki t.d. rússkinn þar sem það er í eðli sínu slitsterkara.
Alcantara er í raun og veru afbrygði af svo kölluðum suede efnum sem voru mjög vinsæl í byrjun 30áratugnum... en nóg af því.
Alcantara er gerviefni nokkuð slitsterkt ef það er notað á réttan máta en afarviðkvæmt ef það er notað í rangt verk t.d. hafa menn sem keyptu sér dýra Alcantar sófa í denn lent í því að það hefur hreinlega skemst en það er nú liðinn tíð og efnið brúkað rétt í þeim tilgangi.
Suede efni eru svo framleidd í mörgum formum í dag og öll ætluð til mismundandi aðstæðna. Alcantara er svona það "þekktasta" og eigning það dýrasta.
Acantara = gerviefni
Rússkin = náttúrulegt efni
__________
Ég panta efnið frá Ítalíu eða Alcantara S.pa.
getur farið inn á Alcantara.it eða .com en sérð nú voða lítið þar sem ég efa stórlega að þið eruð með corporate login.